Innlent

Veðurstofan varar við stormi í dag

Veðurstofan varar við suðaustan stormi, eða meira en 20 metrum á sekúndu og hvössum vindhviðum við fjöll suðvestanlands fram eftir degi. Jafnframt er spáð mikilli rigningu.

Lögregla bendir fólki á að huga að lausamunum og bjrögunarsveitir eru í viðbragðsstöðu. Hægara verður í öðrum landshlutum og svo á að hægja suðvestanlands þegar líður á daginn, en hvessa af suðri í nótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×