Innlent

Icesave atkvæðagreiðslan kostaði 245 milljónir

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Þjóðaratkvæðagreiðslan kostaði 245 milljónir.
Þjóðaratkvæðagreiðslan kostaði 245 milljónir.
Þjóðaratkvæðagreiðslan um Icesavelögin þann 9. apríl í fyrra, eftir að forseti synjaði þeim í annað sinn, kostaði 245 milljónir króna. Þetta kemur fram í fjáraukalagafrumvarpi fyrir síðasta ári, sem dreift var á Alþingi í gær.

Í greinargerð með frumvarpinu segir að stærstur hluti kostnaðarins séu framlög til sveitarfélaga sem áætluð eru 170 milljónir króna. Launagjöld eru áætluð 40 milljónir króna því til viðbótar. Er þá meðtalinn kostnaður við störf Landskjörsstjórnar og starfsmanna sýslumannsembætta. Prentun, kynning og ýmis sérfræðiþjónusta í tengslum við kosninguna eru áætluð 35 milljónir króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×