Innlent

Vilhjálmur hársnyrtir látinn

Vilhjálmur Vilhjálmsson hársnyrtir er látinn.
Vilhjálmur Vilhjálmsson hársnyrtir er látinn.
Vilhjálmur Þór Vilhjálmsson, hársnyrtir, er látinn 58 ára að aldri. Vilhjálmur fæddist í Reykjavík 6. janúar 1953. Foreldrar hans voru Valgerður Oddný Ágústsdóttir og Vilhjálmur Pálsson.

Vilhjálmur lauk hárskeranámi frá Iðnskólanum í Reykjavík og starfaði síðan við hárskeraiðn. Hann hafði nýlega flutt rakarastofu sína, Hársnyrtingu Villa Þórs, frá Lynghálsi í nýtt húsnæði við Vínlandsleið í Grafarholti, og opnaði á nýjum stað með tónleikum nokkurra listamanna.

Hann var einnig kunnur fyrir margvísleg störf að félags- og líknarmálum, meðal annars fyrir JC-hreyfinguna, og sem knattspyrnudómari.

Lífsreynslusaga hans, Meðan hjartað slær, sem kom út fyrir þremur árum, vakti mikla athygli en þar fjallaði Vilhjálmur meðal annars um baráttu dóttur sinnar, Ástu Lovísu, við ólæknandi krabbamein, og um önnur áföll í lífi sínu.

Vilhjálmur lætur eftir sig þrjú uppkomin börn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×