Innlent

Opið hús í Höfða

Mynd/AFP
Dagana 13. - 15. október verður opið hús í Höfða í tilefni af því að 25 ár eru liðin frá leiðtogafundi Ronald Reagans, forseta Bandaríkjanna, og Mikhail Gorbatsjevs, leiðtoga Sovétríkjanna, í húsinu árið 1986.

Í tilkynningu frá Reykjvavíkurborg segir að fundurinn hafi á sínum tíma beint athygli umheimsins að Íslandi. „Þó svo að leiðtogarnir hafi ekki komist að samkomulagi markaði fundurinn tímamót og breytti andrúmsloftinu í samskiptum risaveldanna. Að mati margra sérfræðinga var á fundinum rudd braut fyrir nýja sýn í alþjóðamálum og tekið fyrsta skrefið að endalokum kalda stríðsins," segir ennfremur.

Höfði verður opinn frá klukkan 12 - 16 dagana 13. og 14. október og frá kl. 11 - 16 laugardaginn 15. október.  Almenningi gefst þá einstakt tækifæri til að skoða þetta sögufræga hús og sjá ljósmyndasýningu frá leiðtogafundinum fyrir 25 árum. Boðið verður upp á leiðsögn um húsið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×