Ólafur Ragnar ræddi um Norðurslóðir í Brussel 12. október 2011 15:56 Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson flutti í morgun ræðu á ráðstefnu um framtíð Norðurslóða sem haldin er í Brussel. Ráðstefnuna sækja forystumenn og fulltrúar aðildarríkja Norðurskautsráðsins sem og sérfræðingar og vísindamenn en hún er haldin af International Polar Foundation í Brussel. Í tilkynningu frá forsetaembættinu segir að meðal ræðumanna í morgun hafi verið Maria Damanaki, framkvæmdastjóri Evrópusambandsins í málefnum sjávarútvegs og sjávarauðlinda. „Fjallaði hún um áherslur Evrópusambandsins í málefnum Norðurslóða.“ „Í ræðu sinni rakti forseti mikilvægi Norðurslóða og áherslur Íslands, m.a. varðandi nauðsyn á verndun hins viðkvæma umhverfis um leið og stuðlað væri að eðlilegri og sjálfbærri efnahagsþróun,“ segir ennfremur. Ólafur Ragnar lagði sérstaka áherslu á varðveislu fiskistofna og nýtingu hreinnar orku sem og verkefni sem blasa við þegar Norðursiglingaleiðin opnast. „Þá rakti hann fjölmörg dæmi um vaxandi samvinnu Íslands og Grænlands en hún sýndi hvernig þjóðir á Norðurslóðum geti á árangursríkan hátt aukið tengsl sín jafnt og þétt. Loks lagði forseti áherslu á ábyrgð allra ríkja gagnvart framtíð Norðurslóða því vaxandi mengun um heim allan leiddi til sífellt hraðari bráðnunar íss og jökla. Þá væri og mikilvægt að virða réttindi samfélaganna sem búið hefðu á Norðurslóðum um árþúsundir.“ „Varautanríkisráðherra ríkisstjórnar Grænlands, Innuteq Holm Olsen, flutti einnig ræðu í morgun þar sem hann fjallaði um hin fjölmörgu verkefni sem bíða Grænlendinga, m.a. í námuvinnslu, olíuleit og nýtingu vatnsafls. Lagði hann sérstaka áherslu á að efla þurfi menntun og rannsóknir í landinu og styrkja víðtæka samvinnu Grænlendinga við aðrar þjóðir. Ræða hans vakti mikla athygli á ráðstefnunni þar eð hún sýndi glöggt þá framtíðarstefnu sem ríkisstjórn Grænlands hefur markað,“ segir að lokum í tilkynningunni. Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Erlent Fleiri fréttir Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Sjá meira
Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson flutti í morgun ræðu á ráðstefnu um framtíð Norðurslóða sem haldin er í Brussel. Ráðstefnuna sækja forystumenn og fulltrúar aðildarríkja Norðurskautsráðsins sem og sérfræðingar og vísindamenn en hún er haldin af International Polar Foundation í Brussel. Í tilkynningu frá forsetaembættinu segir að meðal ræðumanna í morgun hafi verið Maria Damanaki, framkvæmdastjóri Evrópusambandsins í málefnum sjávarútvegs og sjávarauðlinda. „Fjallaði hún um áherslur Evrópusambandsins í málefnum Norðurslóða.“ „Í ræðu sinni rakti forseti mikilvægi Norðurslóða og áherslur Íslands, m.a. varðandi nauðsyn á verndun hins viðkvæma umhverfis um leið og stuðlað væri að eðlilegri og sjálfbærri efnahagsþróun,“ segir ennfremur. Ólafur Ragnar lagði sérstaka áherslu á varðveislu fiskistofna og nýtingu hreinnar orku sem og verkefni sem blasa við þegar Norðursiglingaleiðin opnast. „Þá rakti hann fjölmörg dæmi um vaxandi samvinnu Íslands og Grænlands en hún sýndi hvernig þjóðir á Norðurslóðum geti á árangursríkan hátt aukið tengsl sín jafnt og þétt. Loks lagði forseti áherslu á ábyrgð allra ríkja gagnvart framtíð Norðurslóða því vaxandi mengun um heim allan leiddi til sífellt hraðari bráðnunar íss og jökla. Þá væri og mikilvægt að virða réttindi samfélaganna sem búið hefðu á Norðurslóðum um árþúsundir.“ „Varautanríkisráðherra ríkisstjórnar Grænlands, Innuteq Holm Olsen, flutti einnig ræðu í morgun þar sem hann fjallaði um hin fjölmörgu verkefni sem bíða Grænlendinga, m.a. í námuvinnslu, olíuleit og nýtingu vatnsafls. Lagði hann sérstaka áherslu á að efla þurfi menntun og rannsóknir í landinu og styrkja víðtæka samvinnu Grænlendinga við aðrar þjóðir. Ræða hans vakti mikla athygli á ráðstefnunni þar eð hún sýndi glöggt þá framtíðarstefnu sem ríkisstjórn Grænlands hefur markað,“ segir að lokum í tilkynningunni.
Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Erlent Fleiri fréttir Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Sjá meira