Innlent

Ekki mikið slösuð

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Stúlkan var lögð inn á slysadeild Landspítalans.
Stúlkan var lögð inn á slysadeild Landspítalans.
Stúlka sem flutt var á slysadeild Landspítalans í Reykjavík eftir bílslys í Fagradal í morgun er ekki mikið slösuð, samkvæmt vakthafandi lækni á deildinni. Hún verður undir eftirliti á spítalanum í einhvern tíma.

Slysið varð með þeim hætti að vörubifreið og fólksbifreið, sem voru að koma úr gagnstæðum áttum, skullu saman. Ökumaður fólksbifreiðarinnar lést en ökumaður vörubifreiðarinnar slapp með minniháttar meiðsl.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×