Útilokuðu almenna niðurfellingu skulda Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 12. október 2011 18:45 Efnahags- og viðskiptaráðherra útilokaði almenna niðurfellingu skulda á Alþingi í dag. Hann sagði skuldir aldrei verða fluttar af þeim sem stofnuðu til þeirra á eignalaust fólk sem á ekkert nema lífeyrisréttindi sín. Tekist var á um afskriftir bankanna í þingsal. Sérstök umræða var á Alþingi í dag um afskriftir og afkomu bankanna. Guðlaugur Þór Þórðarson þingmaður Sjálfstæðisflokksins var málshefjandi og var Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, til svara. Nokkrir þingmenn stigu í pontu og sögðu nýlegar fréttir af góðri afkomu bankanna sýna að bankarnir hafi frekara svigrúm til afskrifta skulda. „Það þarf að koma til almennra aðgerða og ef það þarf að setja ný neyðarlög í landið til að leiðrétta þetta óréttlæti þá mun ég taka þátt í því," sagði Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins. Þráinn Bertelsson, þingmaður utan flokka sagði: „Bankarnir hegða sér eins og dýrbítur innan um lömb nema að dýrbíturinn bítur aðeins þegar hann er svangur nema að bankarnir eru alltaf gráðugir." Þá kvað Margrét Tryggvadóttir, þingmaður Hreyfingarinnar sér hljóðs. „Það er hlutverk stjórnvalda að sjá til þess að tapið deilist jafn niður og þar hefur okkar ágæti ráðherra algjörlega feilað og ef hann treystir sér ekki til að standa með fólkinu í landinu þá verður hann að víkja." Lilja Mósesdóttir, þingmaður utan flokka, sagði deilurnar um svigrúmið til almennra afskrifta munu lama þjóðina þar til upplýsingar um afsláttinni koma fram í dagsljósið og svigrúmið nýtt til að leiðrétta forsendubrestinn. „Ekki aðeins hjá vildarvinum bankanna," sagði hún að lokum. Árni Páll sagði reikninga bankanna sýna að þegar hafi verið afskrifaðir um tólf hundruð milljarðar króna af skuldum heimila og fyrirtækja Hann sagði almennar niðurfellingar skulda, eins og til að mynda tuttugu prósent niðurfelling á öll lán heimilanna, ekki koma til greina þar sem þær lenda á almenningi. „Menn kalla hér eftir að forsendubrestur verði leiðréttur með sama orðfærinu og þeir hafa alltaf notað. Þeir hlusta ekki á það og hugsa ekki til þess að það er búið að prófa það mál og það er ljóst að það verður ekki gert nema með því að skaða almenning í landinu með stórfelldum hætti. Ég get alveg sagt það hér hreint út og alveg skýrt að ég er ekki tilbúinn að flytja skuldir af þeim sem stofnuðu til þeirra yfir á eignalaust fólk sem á ekkert nema lífeyrisréttindin sín. Það mun ég aldrei gera," sagði Árni Páll. Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Sjá meira
Efnahags- og viðskiptaráðherra útilokaði almenna niðurfellingu skulda á Alþingi í dag. Hann sagði skuldir aldrei verða fluttar af þeim sem stofnuðu til þeirra á eignalaust fólk sem á ekkert nema lífeyrisréttindi sín. Tekist var á um afskriftir bankanna í þingsal. Sérstök umræða var á Alþingi í dag um afskriftir og afkomu bankanna. Guðlaugur Þór Þórðarson þingmaður Sjálfstæðisflokksins var málshefjandi og var Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, til svara. Nokkrir þingmenn stigu í pontu og sögðu nýlegar fréttir af góðri afkomu bankanna sýna að bankarnir hafi frekara svigrúm til afskrifta skulda. „Það þarf að koma til almennra aðgerða og ef það þarf að setja ný neyðarlög í landið til að leiðrétta þetta óréttlæti þá mun ég taka þátt í því," sagði Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins. Þráinn Bertelsson, þingmaður utan flokka sagði: „Bankarnir hegða sér eins og dýrbítur innan um lömb nema að dýrbíturinn bítur aðeins þegar hann er svangur nema að bankarnir eru alltaf gráðugir." Þá kvað Margrét Tryggvadóttir, þingmaður Hreyfingarinnar sér hljóðs. „Það er hlutverk stjórnvalda að sjá til þess að tapið deilist jafn niður og þar hefur okkar ágæti ráðherra algjörlega feilað og ef hann treystir sér ekki til að standa með fólkinu í landinu þá verður hann að víkja." Lilja Mósesdóttir, þingmaður utan flokka, sagði deilurnar um svigrúmið til almennra afskrifta munu lama þjóðina þar til upplýsingar um afsláttinni koma fram í dagsljósið og svigrúmið nýtt til að leiðrétta forsendubrestinn. „Ekki aðeins hjá vildarvinum bankanna," sagði hún að lokum. Árni Páll sagði reikninga bankanna sýna að þegar hafi verið afskrifaðir um tólf hundruð milljarðar króna af skuldum heimila og fyrirtækja Hann sagði almennar niðurfellingar skulda, eins og til að mynda tuttugu prósent niðurfelling á öll lán heimilanna, ekki koma til greina þar sem þær lenda á almenningi. „Menn kalla hér eftir að forsendubrestur verði leiðréttur með sama orðfærinu og þeir hafa alltaf notað. Þeir hlusta ekki á það og hugsa ekki til þess að það er búið að prófa það mál og það er ljóst að það verður ekki gert nema með því að skaða almenning í landinu með stórfelldum hætti. Ég get alveg sagt það hér hreint út og alveg skýrt að ég er ekki tilbúinn að flytja skuldir af þeim sem stofnuðu til þeirra yfir á eignalaust fólk sem á ekkert nema lífeyrisréttindin sín. Það mun ég aldrei gera," sagði Árni Páll.
Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Sjá meira