Sogn var upphaflega barnaheimili Erla Hlynsdóttir skrifar 12. október 2011 19:15 Réttargeðdeildinni á Sogni verður lokað og starfsemi hennar flutt í stærra húsnæði á Kleppi. Tvöföld öryggisgirðing er meðal þess sem reisa þarf við Klepp áður en nýja deildin opnar. Húsnæði deildar tólf á Kleppi hefur staðið autt í hálft annað ár, og þangað flytur réttargæsludeildin þann 1. mars. Á Kleppi er þegar öryggisgæsludeild en yfir henni er sami yfirlæknir og á réttargeðdeildinni. „Við sjáum þarna möguleika á að bæta þjónustu og styrkja hlutverk deildarinnar sem réttargæsludeildar á sama tíma og við náum fram ákveðinni fjárhagslegri hagræðingu sem vissulega er mikilvægt á þessum tíma. En það eru fyrst og fremst fagleg rök fyrir því og þrýstingur," segir Páll Matthíasson, geðlæknir og framkvæmdastjóri geðsviðs Landspítalans. Sogn var upphaflega byggt sem barnaheimili og hefur húsnæðið lengi þótt henta illa fyrir réttargeðdeild. „Auk þess sem það öryggi sem felst í því að vera lengst úti í sveit er falskt. Vegna þess að það getur ýmislegt komið upp á og þá er betra, eins og við náum á Kleppi, að hafa þessa deild við hliðina á öryggisgæsludeild, deild 15, sem í rauninni sinnir fólki af svipuðu tagi. Það er fólki sem hefur sögu um alvarlega geðsjúkdóma, fíkniefnavanda og ofbeldi," segir Páll. Nokkrar breytingar verða gerðar við Klepp áður en nýja deildin opnar. Deildin verður með sér inngang sem er bakatil. Síðan verða reistar tvær öryggisgirðingar, önnur gegnsæ, um fimm metra há, og hin rammgerðari nokkru utar. „Þarna á Kleppi, í miklu stærra húsnæði, höfum við strax svigrúm til að fjölga strax rúmum töluvert. Og enn meira svigrúm til að auka við ef þörf krefur," segir Páll. Starfsfólki á Sogni var tilkynnt um breytinguna í morgun. Því verður öllu sagt upp en því boðið nýtt starf á Kleppi. Flutningur starfseminnar hefur verið nokkuð gagnrýndur, bæði af Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga og þingmönnum kjördæmisins, með hliðsjón af byggðarsjónarmiðum. Með breytingunni flytjast ríflega þrjátíu störf af landsbygðinni og til höfuðborgarinnar. Páll segir hagsmuni vistmanna á Sogni vera setta í fyrsta sæti og hagur þeirra sé mikilvægari en byggðarsjónarmið. Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
Réttargeðdeildinni á Sogni verður lokað og starfsemi hennar flutt í stærra húsnæði á Kleppi. Tvöföld öryggisgirðing er meðal þess sem reisa þarf við Klepp áður en nýja deildin opnar. Húsnæði deildar tólf á Kleppi hefur staðið autt í hálft annað ár, og þangað flytur réttargæsludeildin þann 1. mars. Á Kleppi er þegar öryggisgæsludeild en yfir henni er sami yfirlæknir og á réttargeðdeildinni. „Við sjáum þarna möguleika á að bæta þjónustu og styrkja hlutverk deildarinnar sem réttargæsludeildar á sama tíma og við náum fram ákveðinni fjárhagslegri hagræðingu sem vissulega er mikilvægt á þessum tíma. En það eru fyrst og fremst fagleg rök fyrir því og þrýstingur," segir Páll Matthíasson, geðlæknir og framkvæmdastjóri geðsviðs Landspítalans. Sogn var upphaflega byggt sem barnaheimili og hefur húsnæðið lengi þótt henta illa fyrir réttargeðdeild. „Auk þess sem það öryggi sem felst í því að vera lengst úti í sveit er falskt. Vegna þess að það getur ýmislegt komið upp á og þá er betra, eins og við náum á Kleppi, að hafa þessa deild við hliðina á öryggisgæsludeild, deild 15, sem í rauninni sinnir fólki af svipuðu tagi. Það er fólki sem hefur sögu um alvarlega geðsjúkdóma, fíkniefnavanda og ofbeldi," segir Páll. Nokkrar breytingar verða gerðar við Klepp áður en nýja deildin opnar. Deildin verður með sér inngang sem er bakatil. Síðan verða reistar tvær öryggisgirðingar, önnur gegnsæ, um fimm metra há, og hin rammgerðari nokkru utar. „Þarna á Kleppi, í miklu stærra húsnæði, höfum við strax svigrúm til að fjölga strax rúmum töluvert. Og enn meira svigrúm til að auka við ef þörf krefur," segir Páll. Starfsfólki á Sogni var tilkynnt um breytinguna í morgun. Því verður öllu sagt upp en því boðið nýtt starf á Kleppi. Flutningur starfseminnar hefur verið nokkuð gagnrýndur, bæði af Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga og þingmönnum kjördæmisins, með hliðsjón af byggðarsjónarmiðum. Með breytingunni flytjast ríflega þrjátíu störf af landsbygðinni og til höfuðborgarinnar. Páll segir hagsmuni vistmanna á Sogni vera setta í fyrsta sæti og hagur þeirra sé mikilvægari en byggðarsjónarmið.
Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira