Innlent

Mánaðarfangelsi fyrir líkamsárás í stigagangi

Héraðsdómur Reykjavíkur
Héraðsdómur Reykjavíkur Mynd/365
Tuttugu og fimm ára gamall karlmaður var dæmdur í eins mánaðar fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag fyrir líkamsárás. Maðurinn sló annan mann ítrekað hnefahöggum í höfuð og handlegg í stigagangi fjölbýlishúss í Reykjavík í september á síðasta ári. Maðurinn játaði brot sitt skýlaust fyrir dómi en hann á nokkuð langan sakaferil að baki eða allt frá 16 ára aldri. Þá varð það honum til refsilækkunar að hafa tekið sig á varðandi neyslu á fíkniefnum og áfengi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×