Innlent

Jón Gnarr kynnti Reykjavík í Frankfurt

Mynd/Þorsteinn J.
Jón Gnarr, borgarstjóri í Reykjavík, kynnti bókmenntatexta um höfuðborg Íslands ásamt rithöfundinum Pétri Gunnarssyni fyrr í dag á Bókasýningunni í Frankfurt.

Reykjavík var nýlega útnefnd bókmenntaborg UNESCO, sú fyrsta sem ekki hefur ensku að aðalmáli. Hún er fimmta borgin sem hlýtur þennan titil, á eftir Edinborg (Skotlandi), Iowa-borg (Bandaríkjunum),  Melbourne (Ástralíu) og Dublin (Írlandi).

Í tilkynningu segir að í gærkvöldi hafi Jón rætt um lýðræði við þjóðfélagsrýninn og metsöluhöfundinn Richard David Precht fyrir fullu húsi í Künstlerhaus Mousonturm.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×