Innlent

Metvertíð í Makrílnum

Langbestu makrílvertíð hér við land til þessa er lokið og nemur útflutningsverðmæti afurðanna hátt á þriðja tug milljarða króna.

Kvótinn var um 155 þúsund tonn og gengu veiðarnar mjög vel. Þá voru vel yfir 90 prósent af aflanum unnin til manneldis og afurðaverðið er hátt. Sem kunnugt er fór makríllinn að slæðast inn á Íslandsmið fyrir aðeins örfáum árum síðan en þá einblíndu menn á síldveiðar í norsk-íslenska stofninum sem uppgrip sumarveiðanna, en nú hefur makríllinn tekið sæti hennar.

Nú eru óveidd liðlega 20 þúsund tonn af 145 þúsund tonna kvóta, en þegar hann verður veiddur upp, verður útflutningsverðmætið eitthvað rúmlega 20 milljarðar. Stofnarnir tveir skila því hátt í 50 milljörðum í ár.

Loðnuvertíðin, sem hófst um síðustu mánaðamót fer hinsvegar óvenju hægt af stað og hefur aðeins eitt skip landað loðnufarmi á þessum hálfa mánuði frá vertíðarbyrjun.

Það skýrist af því að fjölveiði9skipin eru að klára síldarkvótann áður en þau hella sér í loðnuveiðarnar, en horfur eru á góðum afla úr þeim stofni líka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×