Erlent

Dregið úr björgunaraðstoð eftir mannrán

Spænskum læknum var rænt í búðunum í gær. Talið er að ræningjar frá Sómalíu hafi tekið þá.
Spænskum læknum var rænt í búðunum í gær. Talið er að ræningjar frá Sómalíu hafi tekið þá. mynd/AFP
Ákveðið hefur verið að draga úr björgunaraðstoð í flóttamannabúðum á landamærum Keníu og Sómalíu. Talsmaður Sameinuðu Þjóðanna sagði í viðtali við BBC að þetta hafi verið ákveðið eftir að tveim læknum var rænt við Dadaab flóttamannabúðirnar í Keníu í gær.

Þó verður enn skammtað mat og vatni til fólksins í búðunum.

Hálf milljón manna hefur flúið þurrka og átök í Sómalíu og hafa nú aðsetur í Dadaab flóttamannabúðunum í Kenía.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×