Erlent

Hafa áhyggjur af börnum með snjallsíma

Ef trylltir uppvakningar og þrýstnar stúlkur í leit að sætum strákum myndu rata í barnatímana yrði líklega eitthvað sagt. Þannig hafa bandarískir foreldrar verulegar áhyggjur af snjallsímum, sem fjölmörg börn hafa undir höndum, en þangað virðist „óviðeigandi" efni eiga greiða leið í formi smáforrita (apps).

Samkvæmt Washington Post þá gagnrýna foreldrasamtök víða um Bandríkin óheftan aðgang barna að fjölmörgum smáforritum sem sýna ofbeldisfullt eða kynferðislegt efni.

Eitt foreldri hefur meðal annars gagnrýnt að fimm ára gamall sonur sinn hafi komist í ofbeldisfullan leik þar sem persónur missa útlimi í einhverskonar snjóbrettaleik.

Forstjóri samtaka, sem vill vernda börn fyrir ofbeldis- og kynferðislegu efni á netinu, segir villta vestrið vera eina lýsingarorðið yfir frjálsan aðgang barna að netinu í snjallsímum, þar sem börn geta jafnvel hlaðið niður ofbeldisfullum tölvuleikjum sem eru að jafnaði bannaðir innan sautján ára í verslunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×