Umfjöllun: Fram gerði sitt í fallbaráttunni Guðmundur Marinó Ingvarsson á Laugardalsvelli skrifar 1. október 2011 13:00 Mynd/Stefán Fram lagði Víking 2-1 í síðustu umferð Pepsí deildarinnar og björguðu sér þar með endanlega frá falli en liðið fékk 13 stig í fimm síðustu leikjum sínum og þegar litið er til baka má segja að liðið hafi bjargað sér á ævintýralegan hátt. Fyrir leikinn þurfti Fram í það minnsta stig til að tryggja sæti sitt í Pepsí deildinni á næstu leiktíð og fékk draumabyrjun þegar Steven Lennon skoraði fyrsta mark leiksins á 4. mínútu. Leikurinn var opinn í upphafi leiks og kom Ögmundur Kristinsson markvörður Fram í tvígang í veg fyrir að Víkingur næði að jafna áður en Arnar Gunnlaugsson fékk gullið tækifæri til að auka forystu Fram í tvö mörk en Magnús Þormar varði vítaspyrnu hans á 17. mínútu. Fram var mun betri aðilinn í fyrri hálfleik og fékk nokkur fín færi áður en Björgólfur Takefusa jafnaði metin á 38. mínútu með marki sem kom upp úr engu. Staðan var því jöfn í hálfleik og fallbaráttan í járnum. Það var ekki eins mikið um færi í seinni hálfleik og þeim fyrr en Fram var áfram sterkari aðilinn og fékk fleiri færi og upp úr einu slíku fékk Fram aðra vítaspyrnu. Arnar Gunnlaugsson fór aftur á punktinn og í þetta skipti var spyrnan örygg út við stöng en Magnús Þormar giskaði aftur á rétt horn en þessi spyrna óverjandi. Með taugarnar þandar náði Fram að hanga á forystunni en Víkingur fékk sín bestu færi á lokamínútunum en heppnin var ekki með þeim. Framarar fögnuðu því í lokin sæti sínu deildinni en Víkingur fær Þór með sér niður. Þorvaldur Örlygsson þjálfari Fram var kampakátur í leikslok. „Ég held þessi leikur hafi verið tímabilið í hnotskurn. Að við skulum ekki hafa klárað leikinn 5-0 í fyrri hálfleik með fullri virðingu fyrir Víkingi. Yfirburðirnir voru slíkir. Við fengum víti sem við nýtum ekki og setjum okkur undir pressu og það aldrei af þeirra hálfu. Það voru okkar mistök að skora ekki og klára leikinn,“ sagði Þorvaldur en það fór um hann þegar liðið nýtti ekki færin og Víkingur jafnaði eftir skyndisókn. „Við byrjuðum vel en svo þegar við fáum þessi færi og höldum áfram að brenna af þá vill oft koma smá stress í mannskapinn, menn geta hugsað að þetta sé ekki okkar dagur og hlutirnir séu að rúlla frá okkur, það er stutt á milli en mér fannst við halda ró í seinni hálfleik og létum tilfinningarnar ekki fara á flug,“ sagði Þorvaldur.Fram-Víkingur 2-1 1-0 Steven Lennon ´4 1-1 Björgólfur Takefusa ´38 2-1 Arnar Gunnlaugsson ´62 víti Laugardalsvöllur. Áhorfendur: Ekki gefið upp Dómari: Þorvaldur Árnason 6Tölfræðin: Skot (á mark): 11-12 (5-5) Varið: Ögmundur 5 – Magnús 3 Hornspyrnur: 4-2 Aukaspyrnur fengnar: 6-10 Rangstöður: 3-1 Pepsi Max-deild karla Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Sport Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sport Lést á leiðinni á æfingu Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Fótbolti Fleiri fréttir Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjörið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Sjá meira
Fram lagði Víking 2-1 í síðustu umferð Pepsí deildarinnar og björguðu sér þar með endanlega frá falli en liðið fékk 13 stig í fimm síðustu leikjum sínum og þegar litið er til baka má segja að liðið hafi bjargað sér á ævintýralegan hátt. Fyrir leikinn þurfti Fram í það minnsta stig til að tryggja sæti sitt í Pepsí deildinni á næstu leiktíð og fékk draumabyrjun þegar Steven Lennon skoraði fyrsta mark leiksins á 4. mínútu. Leikurinn var opinn í upphafi leiks og kom Ögmundur Kristinsson markvörður Fram í tvígang í veg fyrir að Víkingur næði að jafna áður en Arnar Gunnlaugsson fékk gullið tækifæri til að auka forystu Fram í tvö mörk en Magnús Þormar varði vítaspyrnu hans á 17. mínútu. Fram var mun betri aðilinn í fyrri hálfleik og fékk nokkur fín færi áður en Björgólfur Takefusa jafnaði metin á 38. mínútu með marki sem kom upp úr engu. Staðan var því jöfn í hálfleik og fallbaráttan í járnum. Það var ekki eins mikið um færi í seinni hálfleik og þeim fyrr en Fram var áfram sterkari aðilinn og fékk fleiri færi og upp úr einu slíku fékk Fram aðra vítaspyrnu. Arnar Gunnlaugsson fór aftur á punktinn og í þetta skipti var spyrnan örygg út við stöng en Magnús Þormar giskaði aftur á rétt horn en þessi spyrna óverjandi. Með taugarnar þandar náði Fram að hanga á forystunni en Víkingur fékk sín bestu færi á lokamínútunum en heppnin var ekki með þeim. Framarar fögnuðu því í lokin sæti sínu deildinni en Víkingur fær Þór með sér niður. Þorvaldur Örlygsson þjálfari Fram var kampakátur í leikslok. „Ég held þessi leikur hafi verið tímabilið í hnotskurn. Að við skulum ekki hafa klárað leikinn 5-0 í fyrri hálfleik með fullri virðingu fyrir Víkingi. Yfirburðirnir voru slíkir. Við fengum víti sem við nýtum ekki og setjum okkur undir pressu og það aldrei af þeirra hálfu. Það voru okkar mistök að skora ekki og klára leikinn,“ sagði Þorvaldur en það fór um hann þegar liðið nýtti ekki færin og Víkingur jafnaði eftir skyndisókn. „Við byrjuðum vel en svo þegar við fáum þessi færi og höldum áfram að brenna af þá vill oft koma smá stress í mannskapinn, menn geta hugsað að þetta sé ekki okkar dagur og hlutirnir séu að rúlla frá okkur, það er stutt á milli en mér fannst við halda ró í seinni hálfleik og létum tilfinningarnar ekki fara á flug,“ sagði Þorvaldur.Fram-Víkingur 2-1 1-0 Steven Lennon ´4 1-1 Björgólfur Takefusa ´38 2-1 Arnar Gunnlaugsson ´62 víti Laugardalsvöllur. Áhorfendur: Ekki gefið upp Dómari: Þorvaldur Árnason 6Tölfræðin: Skot (á mark): 11-12 (5-5) Varið: Ögmundur 5 – Magnús 3 Hornspyrnur: 4-2 Aukaspyrnur fengnar: 6-10 Rangstöður: 3-1
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Sport Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sport Lést á leiðinni á æfingu Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Fótbolti Fleiri fréttir Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjörið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Sjá meira