Umfjöllun: Fram gerði sitt í fallbaráttunni Guðmundur Marinó Ingvarsson á Laugardalsvelli skrifar 1. október 2011 13:00 Mynd/Stefán Fram lagði Víking 2-1 í síðustu umferð Pepsí deildarinnar og björguðu sér þar með endanlega frá falli en liðið fékk 13 stig í fimm síðustu leikjum sínum og þegar litið er til baka má segja að liðið hafi bjargað sér á ævintýralegan hátt. Fyrir leikinn þurfti Fram í það minnsta stig til að tryggja sæti sitt í Pepsí deildinni á næstu leiktíð og fékk draumabyrjun þegar Steven Lennon skoraði fyrsta mark leiksins á 4. mínútu. Leikurinn var opinn í upphafi leiks og kom Ögmundur Kristinsson markvörður Fram í tvígang í veg fyrir að Víkingur næði að jafna áður en Arnar Gunnlaugsson fékk gullið tækifæri til að auka forystu Fram í tvö mörk en Magnús Þormar varði vítaspyrnu hans á 17. mínútu. Fram var mun betri aðilinn í fyrri hálfleik og fékk nokkur fín færi áður en Björgólfur Takefusa jafnaði metin á 38. mínútu með marki sem kom upp úr engu. Staðan var því jöfn í hálfleik og fallbaráttan í járnum. Það var ekki eins mikið um færi í seinni hálfleik og þeim fyrr en Fram var áfram sterkari aðilinn og fékk fleiri færi og upp úr einu slíku fékk Fram aðra vítaspyrnu. Arnar Gunnlaugsson fór aftur á punktinn og í þetta skipti var spyrnan örygg út við stöng en Magnús Þormar giskaði aftur á rétt horn en þessi spyrna óverjandi. Með taugarnar þandar náði Fram að hanga á forystunni en Víkingur fékk sín bestu færi á lokamínútunum en heppnin var ekki með þeim. Framarar fögnuðu því í lokin sæti sínu deildinni en Víkingur fær Þór með sér niður. Þorvaldur Örlygsson þjálfari Fram var kampakátur í leikslok. „Ég held þessi leikur hafi verið tímabilið í hnotskurn. Að við skulum ekki hafa klárað leikinn 5-0 í fyrri hálfleik með fullri virðingu fyrir Víkingi. Yfirburðirnir voru slíkir. Við fengum víti sem við nýtum ekki og setjum okkur undir pressu og það aldrei af þeirra hálfu. Það voru okkar mistök að skora ekki og klára leikinn,“ sagði Þorvaldur en það fór um hann þegar liðið nýtti ekki færin og Víkingur jafnaði eftir skyndisókn. „Við byrjuðum vel en svo þegar við fáum þessi færi og höldum áfram að brenna af þá vill oft koma smá stress í mannskapinn, menn geta hugsað að þetta sé ekki okkar dagur og hlutirnir séu að rúlla frá okkur, það er stutt á milli en mér fannst við halda ró í seinni hálfleik og létum tilfinningarnar ekki fara á flug,“ sagði Þorvaldur.Fram-Víkingur 2-1 1-0 Steven Lennon ´4 1-1 Björgólfur Takefusa ´38 2-1 Arnar Gunnlaugsson ´62 víti Laugardalsvöllur. Áhorfendur: Ekki gefið upp Dómari: Þorvaldur Árnason 6Tölfræðin: Skot (á mark): 11-12 (5-5) Varið: Ögmundur 5 – Magnús 3 Hornspyrnur: 4-2 Aukaspyrnur fengnar: 6-10 Rangstöður: 3-1 Pepsi Max-deild karla Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: FHL-FH 0-2 | Tvö mörk Elísu í lokin tryggðu FH öll stigin Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Sjá meira
Fram lagði Víking 2-1 í síðustu umferð Pepsí deildarinnar og björguðu sér þar með endanlega frá falli en liðið fékk 13 stig í fimm síðustu leikjum sínum og þegar litið er til baka má segja að liðið hafi bjargað sér á ævintýralegan hátt. Fyrir leikinn þurfti Fram í það minnsta stig til að tryggja sæti sitt í Pepsí deildinni á næstu leiktíð og fékk draumabyrjun þegar Steven Lennon skoraði fyrsta mark leiksins á 4. mínútu. Leikurinn var opinn í upphafi leiks og kom Ögmundur Kristinsson markvörður Fram í tvígang í veg fyrir að Víkingur næði að jafna áður en Arnar Gunnlaugsson fékk gullið tækifæri til að auka forystu Fram í tvö mörk en Magnús Þormar varði vítaspyrnu hans á 17. mínútu. Fram var mun betri aðilinn í fyrri hálfleik og fékk nokkur fín færi áður en Björgólfur Takefusa jafnaði metin á 38. mínútu með marki sem kom upp úr engu. Staðan var því jöfn í hálfleik og fallbaráttan í járnum. Það var ekki eins mikið um færi í seinni hálfleik og þeim fyrr en Fram var áfram sterkari aðilinn og fékk fleiri færi og upp úr einu slíku fékk Fram aðra vítaspyrnu. Arnar Gunnlaugsson fór aftur á punktinn og í þetta skipti var spyrnan örygg út við stöng en Magnús Þormar giskaði aftur á rétt horn en þessi spyrna óverjandi. Með taugarnar þandar náði Fram að hanga á forystunni en Víkingur fékk sín bestu færi á lokamínútunum en heppnin var ekki með þeim. Framarar fögnuðu því í lokin sæti sínu deildinni en Víkingur fær Þór með sér niður. Þorvaldur Örlygsson þjálfari Fram var kampakátur í leikslok. „Ég held þessi leikur hafi verið tímabilið í hnotskurn. Að við skulum ekki hafa klárað leikinn 5-0 í fyrri hálfleik með fullri virðingu fyrir Víkingi. Yfirburðirnir voru slíkir. Við fengum víti sem við nýtum ekki og setjum okkur undir pressu og það aldrei af þeirra hálfu. Það voru okkar mistök að skora ekki og klára leikinn,“ sagði Þorvaldur en það fór um hann þegar liðið nýtti ekki færin og Víkingur jafnaði eftir skyndisókn. „Við byrjuðum vel en svo þegar við fáum þessi færi og höldum áfram að brenna af þá vill oft koma smá stress í mannskapinn, menn geta hugsað að þetta sé ekki okkar dagur og hlutirnir séu að rúlla frá okkur, það er stutt á milli en mér fannst við halda ró í seinni hálfleik og létum tilfinningarnar ekki fara á flug,“ sagði Þorvaldur.Fram-Víkingur 2-1 1-0 Steven Lennon ´4 1-1 Björgólfur Takefusa ´38 2-1 Arnar Gunnlaugsson ´62 víti Laugardalsvöllur. Áhorfendur: Ekki gefið upp Dómari: Þorvaldur Árnason 6Tölfræðin: Skot (á mark): 11-12 (5-5) Varið: Ögmundur 5 – Magnús 3 Hornspyrnur: 4-2 Aukaspyrnur fengnar: 6-10 Rangstöður: 3-1
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: FHL-FH 0-2 | Tvö mörk Elísu í lokin tryggðu FH öll stigin Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti