Stikla úr mynd Baltasars nýtur gríðarlegra vinsælda JMG skrifar 2. október 2011 19:12 Yfir fimmtíu milljónir manna hefur horft á Contraband Kynningarstikla fyrir kvikmyndina Contraband í leikstjórn Baltasars Kormáks er vinsælasta myndbandið á YouTube þessa stundina. Myndin kostaði 25 milljónir dollara í framleiðslu og skartar stórleikurum á borð við Mark Wahlberg. Contraband er endurgerð á íslensku myndinni Reykjavík Rotterdam sem Baltasar framleiddi og lék í. Stikla myndarinnar var frumsýnd í síðustu viku og hafa nú þegar tæpar fimm milljónir skoðað hana á YouTube og er myndbandið sem stendur það vinsælasta á vefnum sem þykir mjög óvenjulegt fyrir kvikmyndastiklu. „Þeir eru alveg í skýjunum með þetta Universal, ég hef náttúrulega bara gert myndir hérna heima og það eru fimmtíu manns sem horfa á trailerinn og þú ert voða ánægður skiluru" segir Baltasar Kormákur leikstjóri myndarinnar. Það er Universal Studios sem framleiðir myndina sem verður sýnd í 2-3 þúsund bíósölum bara í Bandaríkjunum auk dreifingar um allan heim en Baltasar er fyrsti Íslendingurinn sem leikstýrir fyrir bandarískt kvikmyndaver af þessarri stærðargráðu og segir hann það mjög breyttan heim. „En samt sem áður þá þegar það kemur að því að gera hluti, þá er þetta sami hlutur, það er alveg eins að vinna með Mark Wahlberg og Ingvari Sig. Þetta eru bara báðir leikarar og báðir mjög góðir." Framleiðsla myndarinnar kostar Universal 25 milljónir dollara eða tæpa 3 milljarða króna og segir Baltasar það ekki vera háa upphæð. „Einn af þeim hlutum sem að þeir hafa verið svolítið imponeraðir yfir að þeim finnst hún líta út fyrir að vera miklu dýrari en hún kostaði." Myndin verður frumsýnd 13.janúar í Bandaríkjunum og vonast Baltasar til að hún muni skapa honum tækifæri í þessum Hollywood heimi. „Mig langaði svona aðeins að spila í efstu deild og fá að keppa við stóru karlana og ég vona að hún opni það fyrir mér að ég geti haldið áfram og það hafa nú þegar mjög góð tilboð komið um áframhaldið hjá þeim aðilum sem eru að framleiða þessa mynd þannig þeir hljóta að vera nokkur sáttir með það sem ég gerði fyrir þá," segir Baltasar að lokum. Mest lesið Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tíu látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent Fleiri fréttir Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Smáeldar víða í gámum og tunnum Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sjá meira
Kynningarstikla fyrir kvikmyndina Contraband í leikstjórn Baltasars Kormáks er vinsælasta myndbandið á YouTube þessa stundina. Myndin kostaði 25 milljónir dollara í framleiðslu og skartar stórleikurum á borð við Mark Wahlberg. Contraband er endurgerð á íslensku myndinni Reykjavík Rotterdam sem Baltasar framleiddi og lék í. Stikla myndarinnar var frumsýnd í síðustu viku og hafa nú þegar tæpar fimm milljónir skoðað hana á YouTube og er myndbandið sem stendur það vinsælasta á vefnum sem þykir mjög óvenjulegt fyrir kvikmyndastiklu. „Þeir eru alveg í skýjunum með þetta Universal, ég hef náttúrulega bara gert myndir hérna heima og það eru fimmtíu manns sem horfa á trailerinn og þú ert voða ánægður skiluru" segir Baltasar Kormákur leikstjóri myndarinnar. Það er Universal Studios sem framleiðir myndina sem verður sýnd í 2-3 þúsund bíósölum bara í Bandaríkjunum auk dreifingar um allan heim en Baltasar er fyrsti Íslendingurinn sem leikstýrir fyrir bandarískt kvikmyndaver af þessarri stærðargráðu og segir hann það mjög breyttan heim. „En samt sem áður þá þegar það kemur að því að gera hluti, þá er þetta sami hlutur, það er alveg eins að vinna með Mark Wahlberg og Ingvari Sig. Þetta eru bara báðir leikarar og báðir mjög góðir." Framleiðsla myndarinnar kostar Universal 25 milljónir dollara eða tæpa 3 milljarða króna og segir Baltasar það ekki vera háa upphæð. „Einn af þeim hlutum sem að þeir hafa verið svolítið imponeraðir yfir að þeim finnst hún líta út fyrir að vera miklu dýrari en hún kostaði." Myndin verður frumsýnd 13.janúar í Bandaríkjunum og vonast Baltasar til að hún muni skapa honum tækifæri í þessum Hollywood heimi. „Mig langaði svona aðeins að spila í efstu deild og fá að keppa við stóru karlana og ég vona að hún opni það fyrir mér að ég geti haldið áfram og það hafa nú þegar mjög góð tilboð komið um áframhaldið hjá þeim aðilum sem eru að framleiða þessa mynd þannig þeir hljóta að vera nokkur sáttir með það sem ég gerði fyrir þá," segir Baltasar að lokum.
Mest lesið Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tíu látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent Fleiri fréttir Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Smáeldar víða í gámum og tunnum Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sjá meira