Stikla úr mynd Baltasars nýtur gríðarlegra vinsælda JMG skrifar 2. október 2011 19:12 Yfir fimmtíu milljónir manna hefur horft á Contraband Kynningarstikla fyrir kvikmyndina Contraband í leikstjórn Baltasars Kormáks er vinsælasta myndbandið á YouTube þessa stundina. Myndin kostaði 25 milljónir dollara í framleiðslu og skartar stórleikurum á borð við Mark Wahlberg. Contraband er endurgerð á íslensku myndinni Reykjavík Rotterdam sem Baltasar framleiddi og lék í. Stikla myndarinnar var frumsýnd í síðustu viku og hafa nú þegar tæpar fimm milljónir skoðað hana á YouTube og er myndbandið sem stendur það vinsælasta á vefnum sem þykir mjög óvenjulegt fyrir kvikmyndastiklu. „Þeir eru alveg í skýjunum með þetta Universal, ég hef náttúrulega bara gert myndir hérna heima og það eru fimmtíu manns sem horfa á trailerinn og þú ert voða ánægður skiluru" segir Baltasar Kormákur leikstjóri myndarinnar. Það er Universal Studios sem framleiðir myndina sem verður sýnd í 2-3 þúsund bíósölum bara í Bandaríkjunum auk dreifingar um allan heim en Baltasar er fyrsti Íslendingurinn sem leikstýrir fyrir bandarískt kvikmyndaver af þessarri stærðargráðu og segir hann það mjög breyttan heim. „En samt sem áður þá þegar það kemur að því að gera hluti, þá er þetta sami hlutur, það er alveg eins að vinna með Mark Wahlberg og Ingvari Sig. Þetta eru bara báðir leikarar og báðir mjög góðir." Framleiðsla myndarinnar kostar Universal 25 milljónir dollara eða tæpa 3 milljarða króna og segir Baltasar það ekki vera háa upphæð. „Einn af þeim hlutum sem að þeir hafa verið svolítið imponeraðir yfir að þeim finnst hún líta út fyrir að vera miklu dýrari en hún kostaði." Myndin verður frumsýnd 13.janúar í Bandaríkjunum og vonast Baltasar til að hún muni skapa honum tækifæri í þessum Hollywood heimi. „Mig langaði svona aðeins að spila í efstu deild og fá að keppa við stóru karlana og ég vona að hún opni það fyrir mér að ég geti haldið áfram og það hafa nú þegar mjög góð tilboð komið um áframhaldið hjá þeim aðilum sem eru að framleiða þessa mynd þannig þeir hljóta að vera nokkur sáttir með það sem ég gerði fyrir þá," segir Baltasar að lokum. Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Fleiri fréttir Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Sjá meira
Kynningarstikla fyrir kvikmyndina Contraband í leikstjórn Baltasars Kormáks er vinsælasta myndbandið á YouTube þessa stundina. Myndin kostaði 25 milljónir dollara í framleiðslu og skartar stórleikurum á borð við Mark Wahlberg. Contraband er endurgerð á íslensku myndinni Reykjavík Rotterdam sem Baltasar framleiddi og lék í. Stikla myndarinnar var frumsýnd í síðustu viku og hafa nú þegar tæpar fimm milljónir skoðað hana á YouTube og er myndbandið sem stendur það vinsælasta á vefnum sem þykir mjög óvenjulegt fyrir kvikmyndastiklu. „Þeir eru alveg í skýjunum með þetta Universal, ég hef náttúrulega bara gert myndir hérna heima og það eru fimmtíu manns sem horfa á trailerinn og þú ert voða ánægður skiluru" segir Baltasar Kormákur leikstjóri myndarinnar. Það er Universal Studios sem framleiðir myndina sem verður sýnd í 2-3 þúsund bíósölum bara í Bandaríkjunum auk dreifingar um allan heim en Baltasar er fyrsti Íslendingurinn sem leikstýrir fyrir bandarískt kvikmyndaver af þessarri stærðargráðu og segir hann það mjög breyttan heim. „En samt sem áður þá þegar það kemur að því að gera hluti, þá er þetta sami hlutur, það er alveg eins að vinna með Mark Wahlberg og Ingvari Sig. Þetta eru bara báðir leikarar og báðir mjög góðir." Framleiðsla myndarinnar kostar Universal 25 milljónir dollara eða tæpa 3 milljarða króna og segir Baltasar það ekki vera háa upphæð. „Einn af þeim hlutum sem að þeir hafa verið svolítið imponeraðir yfir að þeim finnst hún líta út fyrir að vera miklu dýrari en hún kostaði." Myndin verður frumsýnd 13.janúar í Bandaríkjunum og vonast Baltasar til að hún muni skapa honum tækifæri í þessum Hollywood heimi. „Mig langaði svona aðeins að spila í efstu deild og fá að keppa við stóru karlana og ég vona að hún opni það fyrir mér að ég geti haldið áfram og það hafa nú þegar mjög góð tilboð komið um áframhaldið hjá þeim aðilum sem eru að framleiða þessa mynd þannig þeir hljóta að vera nokkur sáttir með það sem ég gerði fyrir þá," segir Baltasar að lokum.
Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Fleiri fréttir Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Sjá meira