Innlent

Vímaðir fangar hafa enn ekki sofnað

Mennirnir tveir sem voru teknir við ránstilraun í Kópavogi síðustu nótt og gleyptu í kjölfarið mikið magn amfetamíns til að koma því undan lögreglu voru enn undir miklum áhrifum efnisins og höfðu ekkert sofnað þegar klukkan var sex í dag.

Lögreglunni hefur ekkert gengið að tala við mennina.

Annar þeirra hefur á baki sér eins og hálfs árs fangelsisdóm fyrir fjölda smábrota. Hann verður á morgun sendur beint í afplánun eftir að víman rennur af honum.

Ekki liggur fyrir hvernig fara mun um hinn manninn.


Tengdar fréttir

Ganga berserksgang í fangaklefa

Tveir innbrotsþjófar sem voru í haldi lögreglu fóru hamförum í fangaklefum í nótt eftir að hafa gleypt mikið magn af amfetamíni. Mennirnir náðust á flótta eftir að hafa brotist inn í raftækjaverslun í Kópavogi í nótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×