Innlent

Virðist ekki lífshættulega slasaður

Landspítali Háskólasjúkrahús, Borgarspítali.
Landspítali Háskólasjúkrahús, Borgarspítali.
Maðurinn sem lenti í bílslysi sunnan við Raufarhöfn í morgun virðist við fyrstu skoðun ekki vera lífshættulega slasaður. Hann hefur þó nokkra höfuðáverka en ekki virðist um mænuskaða að ræða.

Maðurinn verður lagður inn á spítala. Sérfræðingar gera ekki ráð fyrir því hann muni liggja inni lengi en fylgst verður með honum um sinn.


Tengdar fréttir

Mikið slasaður eftir bílveltu

Karlmaður sem lenti í bílveltu við Deildará, rétt sunnan við Raufarhöfn er talinn mikið slasaður. Hann er nú í sjúkraflugi á leið til Reykjavíkur. Enn er ekki vitað nákvæmlega hvernig slysið átti sér stað. Maðurinn var einn í fólksbíl á leið eftir beinum vegi. Bíllinn lenti út af veginum og tók í leiðinni nokkrar veltur. Lögreglan á Húsavík er sem stendur að rannsaka slysstaðinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×