Innlent

Mikið slasaður eftir bílveltu

Maðurinn er fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Maðurinn er fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Karlmaður sem lenti í bílveltu við Deildará, rétt sunnan við Raufarhöfn er talinn mikið slasaður. Hann er nú í sjúkraflugi á leið til Reykjavíkur.

Enn er ekki vitað nákvæmlega hvernig slysið átti sér stað. Maðurinn var einn í fólksbíl á leið eftir beinum vegi. Bíllinn lenti út af veginum og tók í leiðinni nokkrar veltur. Lögreglan á Húsavík er sem stendur að rannsaka slysstaðinn.

Sjúkraflutningamenn á Raufarhöfn voru komnir á staðinn mjög fljótt eftir að tilkynning barst um slysið.

Lögregluembættið við Raufarhöfn var hins vegar lagt niður fyrr á þessu ári. Því heyrir svæðið undir lögregluna á Húsavík. Þar með höfðu lögreglumenn um 130 km veg að fara þegar tilkynningin barst um slysið.

Undir venjulegum kringumstæðum er Lögreglan á Húsavík með menn á vakt á Þórshöfn. Nú hittist svo óheppilega á að fulltrúarnir á Þórshöfn eru báðir í starfsleyfi og lögreglunni hefur ekki tekist að manna embættið. Hefðu menn verið á vakt á þar hefðu aðeins verið 68 km á slysstaðinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×