Erlent

Drukknir sjómenn sigldu á kafbát

Kafbátur á siglingu. Athugið að myndin tengist ekki fréttinni beint.
Kafbátur á siglingu. Athugið að myndin tengist ekki fréttinni beint.
Rússneskur fiskveiðibátur klessti á kafbát snemma á fimmtudaginn samkvæmt the Moscow times.

Báturinn var á siglingu nærri ströndum Kamchatka þegar kafbáturinn kom upp á yfirborðið. Sjóliðarnir sáu bátinn nálgast á óvanalega mikilli ferð og það var líkt og þeir sæju ekki rauð viðvörunarljósin sem blikkuðu á kafbátnum, og áttu að öllu jöfnu ekki að fara framhjá neinum.

Sjóliðarnir reyndu að ná sambandi við skipstjórann í brúnni en enginn svaraði. Líklega vegna þess að skipstjórinn sat að drykkju með öðrum sjómönnum fyrir neðan þilfarið.

Þeir klesstu svo á kafbátinn. Til allra lukku urðu litlar skemmdir á kafbátnum og fiskveiðibátnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×