Innlent

Karlmaður um sjötugt stunginn í miðborginni

Myndin er sviðsett.
Myndin er sviðsett.
Karl um sjötugt var stunginn með hnífi í húsi miðborginni síðdegis í gær. Árásarmaðurinn, sem er nokkru yngri, var handtekinn af lögreglunni á staðnum og vísaði sá á hnífinn, sem var haldlagður. Sá sem var stunginn var fluttur á slysadeild til aðhlynningar en meiðsli hans voru ekki talin alvarleg.

Þá var kona bitin af hundi í Reykjavík í gærkvöld. Hún var á göngu í miðborginni þegar þetta gerðist en hundurinn, sem var tjóðraður við staur á einkalóð, beit hana í höndina svo á sá. Konan hugðist klappa hundinum með fyrrgreindum afleiðingum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×