Innlent

Veiða ólöglega og vonast til að lenda fyrir dómi

Tugum smábáta verður siglt á næstu vikum og munu þeir veiða án kvóta í mótmælaskyni. Formælandi sjómannana segist vonast til þess að bátarnir verði sviptir veiðileyfi sínu svo hægt sé að höfða mál til að breyta framkvæmd laga um stjórn fiskveiða.

Í gær héldu nokkrir smábátar í eigu útgerðar innan samtaka íslenskra fiskimanna til veiða þrátt fyrir að hafa ekki yfir aflaheimildum að ráða. Samtökin telja að hvergi í lögum um stjórn fiskveiða komi fram að skip ráði yfir aflamarki, en verði að hafa gilt veiðileyfi. Jón Gunnar Björgvinsson, formaður samtakana, segir samtökin vonast til þess að skipin verði svipt veiðileyfum svo höfða megi mál til að láta reyna á lögin.

Jón Gunnar segir fyrri dóma um stjórn fiskveiða hafa tapast naumt og því sé tímabært að láta reyna á lögin. Jón segist því vilja gefa íslenskum dómstólum tækifæri til að fjalla um málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×