Næst þyngsti kynferðisbrotadómurinn hér á landi 21. september 2011 16:43 Karlmaður á fimmtugsaldri var dæmdur í sjö ára fangelsi í Héraðsdómi Suðurlands í dag. Þetta er næst þyngsti dómurinn sem fellur hér á landi í kynferðisbrotamálum. Maðurinn var dæmdur fyrir brot gegn þremur stúlkum, en hann braut ítrekað gegn einni þeirra þegar hún var á aldrinum átta til níu ára gömul. Hún var dóttir konu sem hann var í sambandi með. Ákæruliðurinn sem varðar þessa stúlku er í 14 töluliðum. Móðir stúlkunnar kom á lögreglustöðina í Vestmannaeyjum í maí 2010 í því skyni að leggja fram kæru á hendur manninum fyrir kynferðisbrot gegn níu ára dóttur sinni. Sagði hún lögreglumönnum að dóttir hennar hafi lýst því fyrir sér að tveimur dögum áður hafi hún vaknað við að maðurinn væri að káfa á rassi hennar þar sem hún lá í rúmi í stofunni. Hún hafi einnig lýst því að hann hafi farið með stúlkunni niður í kjallaraherbergi hússins og leyft henni að vera í tölvunni. „Hafi hann síðan klætt hana úr fötunum og sagt að hann væri að gera gott við pjölluna hennar. Kvaðst hún hafa spurt dóttur sína hvort ákærði hafi notað puttana eða typpið og hafi hún þá sagt hann hafa notað typpið." Stúlkan var færð til læknisrannsóknar í Barnahúsi daginn eftir en farið var á heimili mannsins í því skyni að handtaka hann og rannsaka vettvang. Maðurinn var hinsvegar ekki heima en var handtekinn klukkan níu um kvöldið. Hann var færður til læknisrannsóknar og var jafnframt gert að afhenda fatnað sinn. Vettvangurinn var rannsakaður með samþykki ákærða en hann taldi ekki þröf á að vera viðstaddur rannsóknina. Lagt var hald á tölvubúnað mannsins vegna gruns að um barnaklám væri þar að finna. Ekki var krafist gæsluvarðhalds yfir manninum þetta kvöld, heldur var hann laus á miðnætti, eða þremur klukkutímum eftir að hann var handtekinn. Það var svo ekki fyrr en rúmlega ári síðar, eða í júní á þessu ári, sem maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald. Í skýrslutökum lýsti stúlkan því að í fyrsta skiptið hafi „ákærði verið að láta typpið í hendur hennar, sem og annað til „sexta" og þá í „sjötta" skiptið hafi ákærði sett typpið í píkuna og verið að sleikja hana. Kvaðst hún viss um að ákærði hefði bara einu sinni sett typpið í píkuna en hitt hefði hún ekki talið, þá kvað hún að hún hefði verið átta ára þegar það gerðist. Lýsti hún því að henni hefði liðið illa í hjartanu," segir í dómnum. Móðir stúlkunnar segir að líðan stúlkunnar væri ekki góð eftir brotin. Hún ætti það til að detta í hugrof og ætti oft og tíðum erfitt með að einbeita sér. Hafi það verið svoleiðis í tvö ár. Þá sé stúlkan óörugg og sæki mikið í einveru. Maðurinn hafði í vörslu sinni á heimili sínu 8054 ljósmyndir og 623 hreyfimyndir á sex hörðum diskum og tveimur skrifanlegum DVD diskum sem sýna börn á kynferðislegan og klámfenginn hátt og í kynferðisathöfnum með dýrum. Hann var dæmdur til að greiða stúlkunum þremur samtals 4,2 milljónir í miskabætur og allan sakarkostnað. Í dómnum segir að maðurinn sé fyllilega sakhæfur og eigi sér engar málsbætur.Hægt er að lesa dóminn í heild sinni hér. Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira
Karlmaður á fimmtugsaldri var dæmdur í sjö ára fangelsi í Héraðsdómi Suðurlands í dag. Þetta er næst þyngsti dómurinn sem fellur hér á landi í kynferðisbrotamálum. Maðurinn var dæmdur fyrir brot gegn þremur stúlkum, en hann braut ítrekað gegn einni þeirra þegar hún var á aldrinum átta til níu ára gömul. Hún var dóttir konu sem hann var í sambandi með. Ákæruliðurinn sem varðar þessa stúlku er í 14 töluliðum. Móðir stúlkunnar kom á lögreglustöðina í Vestmannaeyjum í maí 2010 í því skyni að leggja fram kæru á hendur manninum fyrir kynferðisbrot gegn níu ára dóttur sinni. Sagði hún lögreglumönnum að dóttir hennar hafi lýst því fyrir sér að tveimur dögum áður hafi hún vaknað við að maðurinn væri að káfa á rassi hennar þar sem hún lá í rúmi í stofunni. Hún hafi einnig lýst því að hann hafi farið með stúlkunni niður í kjallaraherbergi hússins og leyft henni að vera í tölvunni. „Hafi hann síðan klætt hana úr fötunum og sagt að hann væri að gera gott við pjölluna hennar. Kvaðst hún hafa spurt dóttur sína hvort ákærði hafi notað puttana eða typpið og hafi hún þá sagt hann hafa notað typpið." Stúlkan var færð til læknisrannsóknar í Barnahúsi daginn eftir en farið var á heimili mannsins í því skyni að handtaka hann og rannsaka vettvang. Maðurinn var hinsvegar ekki heima en var handtekinn klukkan níu um kvöldið. Hann var færður til læknisrannsóknar og var jafnframt gert að afhenda fatnað sinn. Vettvangurinn var rannsakaður með samþykki ákærða en hann taldi ekki þröf á að vera viðstaddur rannsóknina. Lagt var hald á tölvubúnað mannsins vegna gruns að um barnaklám væri þar að finna. Ekki var krafist gæsluvarðhalds yfir manninum þetta kvöld, heldur var hann laus á miðnætti, eða þremur klukkutímum eftir að hann var handtekinn. Það var svo ekki fyrr en rúmlega ári síðar, eða í júní á þessu ári, sem maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald. Í skýrslutökum lýsti stúlkan því að í fyrsta skiptið hafi „ákærði verið að láta typpið í hendur hennar, sem og annað til „sexta" og þá í „sjötta" skiptið hafi ákærði sett typpið í píkuna og verið að sleikja hana. Kvaðst hún viss um að ákærði hefði bara einu sinni sett typpið í píkuna en hitt hefði hún ekki talið, þá kvað hún að hún hefði verið átta ára þegar það gerðist. Lýsti hún því að henni hefði liðið illa í hjartanu," segir í dómnum. Móðir stúlkunnar segir að líðan stúlkunnar væri ekki góð eftir brotin. Hún ætti það til að detta í hugrof og ætti oft og tíðum erfitt með að einbeita sér. Hafi það verið svoleiðis í tvö ár. Þá sé stúlkan óörugg og sæki mikið í einveru. Maðurinn hafði í vörslu sinni á heimili sínu 8054 ljósmyndir og 623 hreyfimyndir á sex hörðum diskum og tveimur skrifanlegum DVD diskum sem sýna börn á kynferðislegan og klámfenginn hátt og í kynferðisathöfnum með dýrum. Hann var dæmdur til að greiða stúlkunum þremur samtals 4,2 milljónir í miskabætur og allan sakarkostnað. Í dómnum segir að maðurinn sé fyllilega sakhæfur og eigi sér engar málsbætur.Hægt er að lesa dóminn í heild sinni hér.
Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira