Innlent

Lýsa yfir stuðningi við Ögmund í Teigskógarmálinu

Fjölmenni var í byrjun fundar á þriðjudaginn var á Patreksfirði.
Fjölmenni var í byrjun fundar á þriðjudaginn var á Patreksfirði. Mynd/Egill
Landvernd, Fuglavernd og Náttúruverndarsamtök Íslands lýsa yfir stuðningi við þá ákvörðun Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra að hlífa Teigsskógi og leggja til vegagerð eftir svokallaðri D-leið í Gufudalssveit með göngum undir Hjallaháls. Í sameiginlegri tilkynningu frá félögunum segir að þessi leið hafi verið samþykkt af Skipulagsstofnun og umhverfisráðherra og því sé ekkert til fyrirstöðu að ráðast í hana og bæta þannig strax úr brýnni þörf Vestfirðinga á betri samgöngum með láglendisvegi. Hugmyndin hefur mætt mikilli andstöðu heimamanna og á dögunum gekk stór hluti fundarmanna út þegar Ögmundur kynnti málið á Patreksfirði

„Með þessari úrslausn yrði komið í veg fyrir þau miklu náttúrspjöll sem myndu hljótast af leið B um óspillta náttúru, m.a. eftir Teigsskógi endilöngum og yfir eyjar og sker í mynni Djúpafjarðar og Gufufjarðar í nágrenni tveggja arnarsetra," segir í tilkynningunni.

Þá segir að ofangreind samtök telji óréttlætanlegt að fórna þessum náttúruverðmætum sem eru á náttúrminjaskrá og falla undir lög um verndun Breiðafjarðar, þar eð aðrar leiðir eru fyrir hendi. „Göng undir Hjallaháls eru að öllum líkindum ódýrari en leið B þegar búið er að taka tillit til aukakostnaðar, jaðarkostnaðar og umhverfiskostnaðar."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×