Innlent

Vinningshafinn í Víkingalottóinu fundinn

Glaðbeittur maður á besta aldri af höfuðborgarsvæðinu kom í morgun á skrifstofu Íslenskrar getspár og framvísaði vinningsmiða úr Víkingalottóinu í síðustu viku. Lýst hefur verið eftir manninum frá því á miðvikudag enda ekki um neinn smávinning að ræða, heldur rúmar fimmtíu milljónir íslenskra króna. Í tilkynningu frá Íslenskri getspá segir að maðurinn eigi börn og barnabörn og sjái nú fram á að geta aðstoðað sitt fólk í lífsbaráttunni. Miðinn var keypur í söluturninum Jolla í Hafnarfirði. Aðeins var um eina röð að ræða sem kostaði fimmtíu krónur. Þær hafa nú skilað sér margfalt til baka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×