Umfjöllun: Víkingar á sigurbraut Ari Erlingsson á Víkingsvelli skrifar 25. september 2011 15:00 Mynd/Daníel Víkingar fögnuðu sínum öðrum sigurleik í röð í Pepsi-deildinni í dag þegar þeir unnu 2-1 sigur á Keflavík á Víkingsvellinum. Víkingar hafa þar með unnið báða leiki sína eftir að þeir féllu úr deildinni á dögunum en þeir höfðu fyrir það ekki unnið leik í rúma fjóra mánuði. Keflvíkingar þurftu nauðsynlega á stigum að halda enda í harðvítugri fallbaráttu en heimamenn í Víking voru þegar fallnir og gátu því spilað nokkuð pressulausir. Heimamenn í Víking byrjuðu mun betur og það hefur greinilega haft góð áhrif á þá að vera loksins fallnir um deild og að vera lausir við pressuna sem fylgir því að standa í fallbaráttu. Eftir aðeins 11 mínutna leik kom fyrsta mark leiksins. Kristinn Jóhannes Magnússon átti þá fyrirgjöf utan af vinstri kanti og barst boltinn því næst til Harðar Bjarnasonar á fjærstönginni sem var ekkert að tvínóna við hlutina og hamraði boltann að marki og í markið fór boltinn eftir að hafa breytt um stefnu af varnarmanni Keflavíkur. Næstu mínútur skiptust liðin á að sækja og virtist vera sem líflegur leikur væri framundan. Eitthvað dofnaði þó yfir leiknum þegar leið á hálfleikinn og gengu leikmenn liðanna til búningsherbergja með stöðuna 1-0 á leikklukkunni. Seinni hálfleikur var lengst af jafn og lítið um opin marktækifæri. Þegar leikklukkan sýndi 61 mínútu tók þó Björgólfur Takefusa til sinna ráða. Hann fékk þá háa sendingu inn fyrir sofandi vörn Keflavíkur. Björgólfur tók boltann skemmtilega niður og kom sér í góða stöðu einn gegn markmanni Keflvíkinga og plantaði boltanum snyrtilega framhjá Ómari í markinu. Skömmu seinna sendi Willum Þór Magnús Sverri Þorsteinsson inn á sem varamann og hann breytti leik gestanna töluvert. Magnús hafði aðeins verið inná í 4 mínútur þegar hann minnkaði muninn í 2-1. Magnús skoraði þá með skoti frá D boga sem hafði viðkomu í varnamanni Víkinga. Við mark Magnúsar hresstust gestirnir og fjölguðu í framlínunni. Allt kom þó fyrir ekki og Víkingar vörðust vel. Víkingar fóru með sigur af hólmi. Líklega sanngjörn niðurstaða þar sem þeir höfðu yfirhöndina lengst af. Það var ekki fyrr en staðan var orðin 2-0 Víkingum í vil að þeir bláklæddu byrjuðu að láta finna fyrir sér og sýndu fram á einhverja löngun til þess að skora. Við Keflvíkingum blasir erfiður lokaleikur gegn Þór. Þeim nægir þó jafntefli í leiknum gegn Þór til þess að halda sér í deildinni, en með spilamennsku eins og liðið sýndi í dag getur það reynst þeim þungur róður að ná jöfnu gegn Akureyringunum. Víkingar hinsvegar geta gengið hnarrreistir frá leiknum. Ungu strákarnir í liðinu spiluðu virkilega vel í dag og fremstur meðal jafningja var Aron Elís Þrándarsson á miðjunni. Eins var Björgólfur Takefusa öflugur í framherjastöðunni. Það er samt sem áður synd að lið Víkinga hafi ekki byrjað að spilað árangursríkan fótbolta fyrr en fallið var staðfest. Því miður fyrir Víkinga byrjaði liðið alltof illa til þess að geta forðað sér frá falli.Víkingur-Keflavík 2-1 1-0 Hörður Bjarnason (11.) 2-0 Björgólfur Hideaki Takefusa (61.) 2-1 Magnús Sverrir Þorsteinsson (72.) Víkingsvöllur. Áhorfendur: xxx Dómari: Þóroddur Hjaltalín (7)Tölfræðin: Skot (á mark): 9–11 (5-4) Varin skot: Magnús 3 – Ómar 3 Hornspyrnur: 3–10 Aukaspyrnur fengnar: 9–15 Rangstöður: 2–6 Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Fleiri fréttir Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Sjá meira
Víkingar fögnuðu sínum öðrum sigurleik í röð í Pepsi-deildinni í dag þegar þeir unnu 2-1 sigur á Keflavík á Víkingsvellinum. Víkingar hafa þar með unnið báða leiki sína eftir að þeir féllu úr deildinni á dögunum en þeir höfðu fyrir það ekki unnið leik í rúma fjóra mánuði. Keflvíkingar þurftu nauðsynlega á stigum að halda enda í harðvítugri fallbaráttu en heimamenn í Víking voru þegar fallnir og gátu því spilað nokkuð pressulausir. Heimamenn í Víking byrjuðu mun betur og það hefur greinilega haft góð áhrif á þá að vera loksins fallnir um deild og að vera lausir við pressuna sem fylgir því að standa í fallbaráttu. Eftir aðeins 11 mínutna leik kom fyrsta mark leiksins. Kristinn Jóhannes Magnússon átti þá fyrirgjöf utan af vinstri kanti og barst boltinn því næst til Harðar Bjarnasonar á fjærstönginni sem var ekkert að tvínóna við hlutina og hamraði boltann að marki og í markið fór boltinn eftir að hafa breytt um stefnu af varnarmanni Keflavíkur. Næstu mínútur skiptust liðin á að sækja og virtist vera sem líflegur leikur væri framundan. Eitthvað dofnaði þó yfir leiknum þegar leið á hálfleikinn og gengu leikmenn liðanna til búningsherbergja með stöðuna 1-0 á leikklukkunni. Seinni hálfleikur var lengst af jafn og lítið um opin marktækifæri. Þegar leikklukkan sýndi 61 mínútu tók þó Björgólfur Takefusa til sinna ráða. Hann fékk þá háa sendingu inn fyrir sofandi vörn Keflavíkur. Björgólfur tók boltann skemmtilega niður og kom sér í góða stöðu einn gegn markmanni Keflvíkinga og plantaði boltanum snyrtilega framhjá Ómari í markinu. Skömmu seinna sendi Willum Þór Magnús Sverri Þorsteinsson inn á sem varamann og hann breytti leik gestanna töluvert. Magnús hafði aðeins verið inná í 4 mínútur þegar hann minnkaði muninn í 2-1. Magnús skoraði þá með skoti frá D boga sem hafði viðkomu í varnamanni Víkinga. Við mark Magnúsar hresstust gestirnir og fjölguðu í framlínunni. Allt kom þó fyrir ekki og Víkingar vörðust vel. Víkingar fóru með sigur af hólmi. Líklega sanngjörn niðurstaða þar sem þeir höfðu yfirhöndina lengst af. Það var ekki fyrr en staðan var orðin 2-0 Víkingum í vil að þeir bláklæddu byrjuðu að láta finna fyrir sér og sýndu fram á einhverja löngun til þess að skora. Við Keflvíkingum blasir erfiður lokaleikur gegn Þór. Þeim nægir þó jafntefli í leiknum gegn Þór til þess að halda sér í deildinni, en með spilamennsku eins og liðið sýndi í dag getur það reynst þeim þungur róður að ná jöfnu gegn Akureyringunum. Víkingar hinsvegar geta gengið hnarrreistir frá leiknum. Ungu strákarnir í liðinu spiluðu virkilega vel í dag og fremstur meðal jafningja var Aron Elís Þrándarsson á miðjunni. Eins var Björgólfur Takefusa öflugur í framherjastöðunni. Það er samt sem áður synd að lið Víkinga hafi ekki byrjað að spilað árangursríkan fótbolta fyrr en fallið var staðfest. Því miður fyrir Víkinga byrjaði liðið alltof illa til þess að geta forðað sér frá falli.Víkingur-Keflavík 2-1 1-0 Hörður Bjarnason (11.) 2-0 Björgólfur Hideaki Takefusa (61.) 2-1 Magnús Sverrir Þorsteinsson (72.) Víkingsvöllur. Áhorfendur: xxx Dómari: Þóroddur Hjaltalín (7)Tölfræðin: Skot (á mark): 9–11 (5-4) Varin skot: Magnús 3 – Ómar 3 Hornspyrnur: 3–10 Aukaspyrnur fengnar: 9–15 Rangstöður: 2–6
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Fleiri fréttir Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Sjá meira