Erlent

Reynt að ráða ráðherra í Jemen af dögum

Mikil átök hafa geisað í landinu síðustu daga.
Mikil átök hafa geisað í landinu síðustu daga. Mynd/AP
Varnarmálaráðherra Jemens slapp lifandi í morgun frá tilræði sem gert var við hann í borginni Aden. Yfirvöld í landinu segja að bílsprengja hafi sprungið þegar bílalest Nasser Ali ók framhjá og slösuðust nokkrir úr lífverði ráðherrans. Að auki munu tilræðismennirnir hafa hent handsprengjum í átt að bifreið hans.

Átök hafa magnast í landinu síðustu daga og takast stjórnarhermenn á við mótmælendur í borginni höfuðborginni Sanaa. Forseti landsins Ali Saleh, slapp sjálfur úr tilræði sem gert var við hann í júní en hann er nýsnúinn aftir heim frá Sádí Arabíu þar sem hann náði sér af lítilsháttar meiðslum sem af hlutust.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×