Erlent

Táblætisálfurinn handtekinn

Já, smekkur manna er misjafn.
Já, smekkur manna er misjafn.
Fimmtugur karlmaður var handtekinn í Arkansa í Bandaríkjunum í gær eftir að tvær konur báru kennsl á hann. Maðurinn spurði þær í verslun hvort hann mætti sjúga á þeim tærnar.

Nokkru áður gekk maðurinn upp að konu á níræðisaldri, færði hana úr skónum og byrjaði umsvifalaust, og án þess að spyrja um leyfi, að sjúga á henni tærnar.

Maðurinn sem um ræðir heitir Michael Robert Wyatt og er alræmdur út af blæti sínu. Hann var fyrst dæmdur árið 1990 fyrir að þykjast vera fótsnyrtir í verslunarmiðstöð. Hann handlék fætur kvenna og saug svo tærnar gegn þeirra vilja samkvæmt fréttavef Reuters.

Ári síðar var hann aftur dæmdur þegar hann hótaði starfsmanni í verslunarmiðstöð að skera af henni fæturnar og sleikja tærnar á meðan henni blæddi út. Svo sýndi hann konunni mynd af manneskju sem hafði verið aflimuð. Hann var svo aftur dæmdur fyrir svipaðan glæp árið 1999.

Fjömiðlar vestan hafs kalla manninn táblætisálfinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×