Erlent

Andy Rooney lýkur keppni í 60 Mínútum

Mynd/AP
Andy Rooney, pistlahöfundurinn aldni sem átt hefur lokorðið í fréttaþættinum 60 Minutes á sjónvarpsstöðinni CBS mun á sunnudaginn kemur lesa áhorfendum pistilinn í síðasta sinn.

Rooney er orðinn 92 ára gamall og pistillinn á sunnudaginn verður númer 1.097 í röðinni. Þátturinn verður að mörgu leiti Rooney til heiðurs og mun félagi hans í þættinum Morley Safer fara yfir feril karlsins en hann hóf störf hjá CBS árið 1949.

Rooney stundaði háskólanám uns hann var kvaddur í herinn árið 1941 og í febrúar 1943 var hann einn af sex fréttariturum sem flugu með áttundu flugdeild bandaríska flughersins sem fór í fyrstu sprengjuferð stríðsins til Þýskalands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×