Erlent

Pútín skipar fjármálaráðherra

Vladimir Putin
Vladimir Putin mynd/AFP
Vladimir Pútín, forsætisráðherra Rússlands, hefur útnefnt nýjan fjármálaráðherra eftir að Alexei Kudrin var bolað úr sæti nú á mánudaginn. Pútín ákvað að aðstoðar forsætisráherra hans, Igor Shuvalov, ætti að hafa umsjón með fjármálum hins opinbera. Hins vegar mun Anton Siluanov taka við sem fjármálaráðherra. Putin lagði tillögurnar fyrir forseta Medvedev sem samþykkti þær um hæl. Líklegt þykir að Medvedev og Pútín skipti sjálfir á stólum á næsta ári.

Ástæður þess að að Kudrin var beðinn um að víkja frá má rekja til fundar hans í Washington á laugardaginn. Þar lýsti hann ágreiningi og áherslumuni sínum og Medvedev forseta. Á mánudaginn bað Medvedev síðan Kudrin um að íhuga stöðu sína. Um hæl sagðist Kudrin ekki lengur geta stutt Medvedev.

Alexei Kudrin var tvímælalaust áhrifamikill í starfi sínu. Frá því að hann var skipaður í embætti fjármálaráðherra árið 2000 hefur Rússland nánast losað sig við erlendar skuldir sínar, ásamt því að skipuleggja gríðarmikla olíusjóði sem hjálpuðu Rússlandi að takast á við efnahagsvanda síðustu ára.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×