Erlent

Castro hæðist að Obama

Castro gefur lítið fyrir sáttatón Bandaríkjaforseta.
Castro gefur lítið fyrir sáttatón Bandaríkjaforseta. mynd/AFP
Barack Obama sagði nýlega að hann væri reiðubúinn að endurskoða stöðu Bandaríkjanna í garð Kúbu, svo lengi sem yfirvöld þar á bæ sýni vilja til að breyta stjórnarháttum sínum.

Bandaríkjaforseti fékk hins vegar kaldar kveðjur frá Fidel Castro í kjölfarið. Í grein sem Castro skrifaði fyrr í vikunni beindi hann orðum að Obama og skaut í kaldhæðni að forsetanum, hversu ótrúlega sanngjarn hann væri eftir allt saman.

Í framhaldi velti hann því fyrir sér hvar þessi góðvild hefði verið síðustu fimm áratugi á meðan Bandaríkin hafa viðhaldið viðskiptabanni á Kúbu.

Castro velti því fyrir sér hvort að stórveldið mikla ætti ekki eftir að falla á undan Kúbu eftir allt saman. Hann kallaði Obama síðan heimskann og að ræða sem hann fór með á fundi Sameinuðu þjóðanna hefði verið þvættingur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×