Haukur Páll: Þurfum að koma fjárhagslegu málunum úr hausnum á okkur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. september 2011 20:08 Haukur Páll í viðtali fyrr í sumar. „Að sjálfsögðu erum við sárir. Við ætluðum að selja okkur dýrt eins og við vissum að þeir myndu gera en það gekk ekki upp í dag," sagði Haukur Páll Sigurðsson svekktur eftir 1-0 tap á heimavelli gegn Keflavík. „Þeir féllu meira tilbaka í seinni hálfleik og reyndu að verja þessa 1-0 stöðu sem er svo sem skiljanlegt. Við náum ekki að opna þá almennilega. Fáum þó nógu góð færi til þess að skora en nýtum þau ekki." Kristján Guðmundsson, þjálfari Valsmanna, hafði á orði við blaðamann að umræða um launagreiðslur hjá Valsmönnum hefði truflandi áhrif á leikmannahópinn. Hvernig líta leikmenn liðsins á málið? „Þetta truflar mig persónulega ekki en ég held að svona hafi alltaf áhrif inn í leikmannahópinn. Þegar út í leikinn er komið vona ég svo innilega að þetta hafi ekki truflað hópinn. Eins og ég segi get ég bara svarað fyrir sjálfan mig. Þetta truflar mig ekki, ég var focuseraður á leikinn og ætlaði mér þrjú stig í dag. En svona hlutir hafa áhrif og slæmt þegar svona kemur upp." Blaðamaður spurði hvort ekki væri mikilvægt að ganga frá þessum málum sem fyrst svo menn gætu farið að einbeita sér að boltanum á nýjan leik. „Við reynum auðvitað að einbeita okkur að því að spila fótbolta og gera það eins vel og við getum í hverjum leik og á æfingum. Við þurfum að koma þessu út úr hausunum á okkur og byrja að spila fótbolta." Valsmenn sitja sem stendur í fjórða sæti deildarinnar sem gefur Evrópusæti standi annað lið en KR uppi sem Íslandsmeistari. Eru markmið Valsmanna fyrir sumarið enn í sjónmáli? „Við þurfum að skoða ýmis mál í okkar markmiðasetningu. Við vorum á fundi um daginn og þurfum að laga eitthvað smá. En við getum ennþá náð markmiðunum," sagði Haukur Páll sem nældi sér í gult spjald og verður í banni í næsta leik gegn Þór. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Fleiri fréttir Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Sjá meira
„Að sjálfsögðu erum við sárir. Við ætluðum að selja okkur dýrt eins og við vissum að þeir myndu gera en það gekk ekki upp í dag," sagði Haukur Páll Sigurðsson svekktur eftir 1-0 tap á heimavelli gegn Keflavík. „Þeir féllu meira tilbaka í seinni hálfleik og reyndu að verja þessa 1-0 stöðu sem er svo sem skiljanlegt. Við náum ekki að opna þá almennilega. Fáum þó nógu góð færi til þess að skora en nýtum þau ekki." Kristján Guðmundsson, þjálfari Valsmanna, hafði á orði við blaðamann að umræða um launagreiðslur hjá Valsmönnum hefði truflandi áhrif á leikmannahópinn. Hvernig líta leikmenn liðsins á málið? „Þetta truflar mig persónulega ekki en ég held að svona hafi alltaf áhrif inn í leikmannahópinn. Þegar út í leikinn er komið vona ég svo innilega að þetta hafi ekki truflað hópinn. Eins og ég segi get ég bara svarað fyrir sjálfan mig. Þetta truflar mig ekki, ég var focuseraður á leikinn og ætlaði mér þrjú stig í dag. En svona hlutir hafa áhrif og slæmt þegar svona kemur upp." Blaðamaður spurði hvort ekki væri mikilvægt að ganga frá þessum málum sem fyrst svo menn gætu farið að einbeita sér að boltanum á nýjan leik. „Við reynum auðvitað að einbeita okkur að því að spila fótbolta og gera það eins vel og við getum í hverjum leik og á æfingum. Við þurfum að koma þessu út úr hausunum á okkur og byrja að spila fótbolta." Valsmenn sitja sem stendur í fjórða sæti deildarinnar sem gefur Evrópusæti standi annað lið en KR uppi sem Íslandsmeistari. Eru markmið Valsmanna fyrir sumarið enn í sjónmáli? „Við þurfum að skoða ýmis mál í okkar markmiðasetningu. Við vorum á fundi um daginn og þurfum að laga eitthvað smá. En við getum ennþá náð markmiðunum," sagði Haukur Páll sem nældi sér í gult spjald og verður í banni í næsta leik gegn Þór.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Fleiri fréttir Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Sjá meira