Innlent

Ráðleggur lottóvinningshafa að kaupa rauðvín

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Rauðvín heldur verðgildi sínu vel, segir Vilhjálmur Bjarnason.
Rauðvín heldur verðgildi sínu vel, segir Vilhjálmur Bjarnason.
Menn eiga að kaupa rauðvín, segir Vilhjálmur Bjarnason, lektor við Háskóla Íslands, aðspurður um það hvað einstaklingar geti gert við 50 milljónir króna. Eins og greint hefur verið frá í fjölmiðlum vann Íslendingur 50 milljónir í Víkingalottó í gær. Þótt flesta dreymi eflaust um svo góða glaðninga er ekki víst að allir sem vita hvernig skynsamlegast er að verja sliku fé.

Það stóð þó ekki á svari hjá Vilhjálmi Bjarnasyni þegar leitað var eftir áliti hjá honum. Og rökin fyrir því að kaupa rauðvín liggja ljóst fyrir. „Það er ekki reiknaður skattur af því og það heldur verðgildi sínu. Flest annað rýrnar," segir Vilhjálmur. Aðspurður hvort ekki væri gott að fjárfesta í fasteignum segir Vilhjálmur svo ekki vera. „Fasteignir eru á tiltölulega háu verði," segir Vilhjálmur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×