Innlent

Þvingunaraðgerðir Bandaríkjanna ósanngjarnar

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra.
Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra. Mynd/Vilhelm
Forsætisráðherra segir ákvörðun bandaríkjaforseta um að beita Ísland þvingunaraðgerðum vegna hvalveiða hafa komið sér á óvart. Aðgerðir Bandaríkjanna séu ósanngjarnar.

Barack Obama bandaríkjaforseti tilkynnti fyrir helgi að Bandaríkin myndu beita Íslendinga diplómatískum þvingunaraðgerðum vegna hvalveiða. Fyrirmælin eru í sex liðum en þau snúa einungis að pólitískum samskiptareglum, ekki viðskiptalegum. Bandaríkjaforseti jafnframt til þess að þátttaka í samstarfi um Norðurskautið verði skilyrt við breytta hvalveiðistefnu.

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, segir ákvörðun Obama hafa komið sér á óvart. Hún segir aðgerðirnar sérstaklega ósanngjarnar í ljósi þess að hér á landi séu einungis stundaðar vísindaveiðar. Málið sé hins vegar í höndum utanríkisráðherra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×