Innlent

Farþegar Icelandair fengu áfallahjálp

156 farþegar voru um borð í vélinni.
156 farþegar voru um borð í vélinni. mynd úr safni
Farþegar Icelandair sem komu frá Kaupmannahöfn í gærkvöldi þurftu áfallahjálp eftir að vélin lenti í Keflavík á miðnætti.

Á vefsíðu Rauða krossins segir að hundrað fimmtíu og sex farþegar hafi verið um borð í vélinni en hún átti að lenda í Keflavík rétt fyrir klukkan níu í gærkvöldi.

Vegna mikilla sviptivinda var ekki hægt að lenda vélinni svo hún þurfti að fljúga til Akureyrar. Þar var tekið eldsneyti og síðan haldið áfram til Keflavíkur þar sem hún lenti um klukkan tólf á miðnætti.

Á vefsíðunni segir að órói hafi verið á meðal farþega og fóru tveir sjálfboðaliðar frá Suðurnesjadeild Rauða krossins til aðstoðar og veittu einhverjum farþegum áfallahjálp.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×