Innlent

Fundu gras og spítt í húsleit

Marijúana
Marijúana mynd úr safni
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði kannabisræktun í húsi í Langholtshverfi í Reykjavík á föstudag.

Við húsleit var lagt hald á kannabisplöntur, græðlinga og ýmsan búnað tengdan starfseminni.

Þá fannst einnig marijúana og amfetamín.

Karl um þrítugt var handtekinn í þágu rannsóknarinnar, segir í tilkynningu frá lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×