Innlent

Óljóst hvenær rannsókn lýkur

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Byko og Húsasmiðjan eru sökuð um verðsamráð.
Byko og Húsasmiðjan eru sökuð um verðsamráð.
Rannsókn Samkeppniseftirlitsins og lögregluyfirvalda á meintu verðsamráði Byko, Húsasmiðjunnar og byggingavöruverslunarinnar Úlfsins stendur enn yfir. „Það er bara ennþá full vinnsla á málinu," segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, í samtali við Vísi. Hann segir ekkert ljóst á þessu stigi hvenær rannsókninni lýkur. „Þetta er nú nokkuð viðamikil rannsókn," segir Páll Gunnar og bætir því við að verið sé að skoða mikið af gögnum.

Vel á annan starfsmanna fyrirtækjanna voru handteknir vegna rannsóknar málsins fyrr á árinu. Viðskiptablaðið sagði frá því á dögunum að það væri Múrbúðin sem hefði kært fyrirtækin til Samkeppniseftirlitsins þann 19. nóvember í fyrra. Byko og Húsasmiðjan eru grunuð um að hafa boðið Úlfinum að taka þátt í verðsamráði, að borga með tilboðum til að þau væru lægri en samkeppnisaðila og að hafa lækkað verð um tugi prósenta á þungavörum þegar nýr aðili hóf sölu á slíkum vörum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×