Vilja gera Hvalfjörð að útivistarperlu borgarbúa 1. september 2011 18:45 Skógræktarfélögin vilja gera Hvalfjörð að næstu útivistarperlu borgarbúa og hafa í því skyni falast eftir því að kaupa jörðina Hvammsvík af Orkuveitu Reykjavíkur. Hartnær fjörutíu ár eru liðin frá því skógræktarfélög keyptu jörðina Fossá og hófu þar gróðursetningu trjáplantna. Árangurinn minnir á lýsingu Landnámu á skóginum í Hvalfjarðarbotni við upphaf landnáms en skógurinn þar var sagður svo stór að menn gátu smíðað úr honum hafskip. Síðastliðinn laugardag opnaði innanríkisráðherra Fossárskóg formlega til afnota fyrir almenning um leið og Vigdísarlundur var vígður til heiðurs fyrrverandi forseta Íslands. En skógræktarmenn eiga sér stærri drauma; um stórt og samfellt svæði við innanverðan Hvalfjörð því auk Fossár eiga þeir nú og leigja jarðir í Brynjudal og vilja bæta Hvammsvík við. Það var kannski fyrst eftir að Hvalfjarðargöngin voru opnuð, og bílaumferð létti af firðinum, sem menn fóru að átta sig á útivistargildi svæðisins. Magnús Gunnarsson, formaður Skógræktarfélags Íslands, segir að þarna geti orðið gríðarlega skemmtilegt útivistarsvæði. Hvalfjörður gæti orðið næsta útivistarperla borgarbúa enda sé þar dýrleg náttúrufegurð. Á tímum hás bensínverðs sé stutt að fara upp í Hvalfjörð, hann sé við bæjardyrnar. Hvetur Magnús ráðamenn Orkuveitu Reykjavíkur og Reykjavíkurborgar að huga að því hvort þetta geti ekki orðið mjög góður kostur. Skógræktarmenn af öllu landinu koma saman í Grundarfirði á morgun, föstudag, til aðalfundar Skógræktarfélags Íslands sem stendur fram á sunnudag. Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Fleiri fréttir Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Sjá meira
Skógræktarfélögin vilja gera Hvalfjörð að næstu útivistarperlu borgarbúa og hafa í því skyni falast eftir því að kaupa jörðina Hvammsvík af Orkuveitu Reykjavíkur. Hartnær fjörutíu ár eru liðin frá því skógræktarfélög keyptu jörðina Fossá og hófu þar gróðursetningu trjáplantna. Árangurinn minnir á lýsingu Landnámu á skóginum í Hvalfjarðarbotni við upphaf landnáms en skógurinn þar var sagður svo stór að menn gátu smíðað úr honum hafskip. Síðastliðinn laugardag opnaði innanríkisráðherra Fossárskóg formlega til afnota fyrir almenning um leið og Vigdísarlundur var vígður til heiðurs fyrrverandi forseta Íslands. En skógræktarmenn eiga sér stærri drauma; um stórt og samfellt svæði við innanverðan Hvalfjörð því auk Fossár eiga þeir nú og leigja jarðir í Brynjudal og vilja bæta Hvammsvík við. Það var kannski fyrst eftir að Hvalfjarðargöngin voru opnuð, og bílaumferð létti af firðinum, sem menn fóru að átta sig á útivistargildi svæðisins. Magnús Gunnarsson, formaður Skógræktarfélags Íslands, segir að þarna geti orðið gríðarlega skemmtilegt útivistarsvæði. Hvalfjörður gæti orðið næsta útivistarperla borgarbúa enda sé þar dýrleg náttúrufegurð. Á tímum hás bensínverðs sé stutt að fara upp í Hvalfjörð, hann sé við bæjardyrnar. Hvetur Magnús ráðamenn Orkuveitu Reykjavíkur og Reykjavíkurborgar að huga að því hvort þetta geti ekki orðið mjög góður kostur. Skógræktarmenn af öllu landinu koma saman í Grundarfirði á morgun, föstudag, til aðalfundar Skógræktarfélags Íslands sem stendur fram á sunnudag.
Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Fleiri fréttir Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Sjá meira