Innlent

Hundur hljóp á bíl

Hundur. Myndin er úr safni.
Hundur. Myndin er úr safni.
Sérkennilegt umferðaróhapp varð klukkan hálf sex í dag þegar stór hundur hljóp á bifreið á Holtavegi. Bíllinn var á leiðinni norður eftir Holtavegi þegar hundurinn hljóp á faratækið samkvæmt upplýsingum frá Árekstur.is, en nánari tildrög slyssins liggja ekki fyrir.

Bifreiðin dældaðist þó nokkuð við áreksturinn en hundurinn slapp ómeiddur frá slysinu.

Þá var umferðin í morgun hæg og mikil, sérstaklega á stofnbrautum höfuðborgarsvæðisins. Einnig var síðdegisumferðin mikil og þung á Hringbrautinni og Bústaðvegi.

Vel yfir 20 árekstrar urðu á höfuðborgarsvæðinu í dag sem Árekstur.is kom að. Þriggja bíla árekstur var í morgun í Fjarðarhrauni við Kaplakrika. Harður árekstur varð um klukkan fjögur á gatnamótum Suðurlandsbrautar og Grensásvegar. Flytja þurfti báða bílana af vettvangi með kranabifreið frá Krók.

Svo varð þriggja bíla árekstur um hálf sex leytið á Bústaðavegi við Litluhlíð. Tveir bílar voru óökufærir eftir óhappið

Enginn slasaðist illa í þeim óhöppum sem árekstur.is kom að.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×