„Við höfum náð árangri og erum að vinna okkur út úr erfiðleikunum“ 2. september 2011 12:18 Forsætisráðherra sagði á Alþingi í morgun að framtíðin væri björt á Íslandi og ekki mætti tala efnahags- og atvinnulíf þjóðarinnar niður, og þannig draga kjarkinn úr þjóðinni. Þingfundur hófst að nýju í morgun eftir að hlé var gert á löggjafarþinginu í sumar. Þingið mun starfa næstu tvær vikurnar og verður svo nýtt þing sett 1. október næstkomandi. Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, hóf þingfundinn með munnlegri skýrslu um stöðuna í efnahags- og atvinnumálum og sagði meðal annars að bjartari tímar væru framundan á Íslandi. „Þegar allt er sett í samhengi og horft til þessa þunga áfalls sem hrunið var þjóðinni, segi ég óhikað: Við höfum náð árangri og erum að vinna okkur út úr erfiðleikunum. Allir sanngjarnir menn sjá að hér hefur margt áunnist. Seðlabankinn spáir að hagvöxtur verði að meðaltali 2,7 prósent árin 2011 til 2013, 2,8 prósent í ár, 1,6 prósent á því næsta og 3,7 prósent árið 2013,“ sagði Jóhanna. Þá sagði forsætisráðherra að kaupmáttur launa hafi ekki verið hærri frá efnahagshruninu í október 2008 og í júní hafi hann verið tveimur komma sex prósentum meiri en á sama tíma í fyrra. Þá sé störfum að fjölga og atvinnuleysi sé að ganga niður, sem sé til vitnis um að þjóðin sé á réttri leið. „Hrunið sópaði burt 12 til 13 þúsund störfum, eða nær fjórtanda hverju starfi. En nú hefur störfum tekið að fjölga á ný og úr atvinnuleysinu að draga. Í júlí var atvinnuleysi 6,6 prósent og hefur það ekki verið lægra síðan í desember 2008. Ríkisstjórnin hefur lagt þunga áherslu á vinnumarkaðsaðgerðir sem miða að því að byggja upp þá sem eru án atvinnu. Í því skyni verður þúsund atvinnuleitendum boðin skólavist í haust og næstu tvö árin.“ Tölur hagstofunnar sýni að störfum hafi fjölgað um þrjú þúsund og sex hundruð á síðustu tveimur árum og þúsundir starfa hafi verið varin. Þá sagði hún að ríkisstjórnin hafi setið undir ómaklegri gagnrýni um dugleysi í atvinnumálum, meðal annars frá forsvarsmönnum atvinnulífsins. Hún vísaði þeirri gagnrýni á bug. Þá sagði hún að ríkisstjórnin hafi fylgt skýrri stefnu í efnahags- og atvinnumálum og á næstu árum munu sjö þúsund ný störf skapast með beinum hætti og hér verði fjárfestingar upp á 80 til 90 milljarða króna, og þá séu ekki taldar með fjárfestingar í orku- og stóriðjugeiranum. Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Fleiri fréttir Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Sjá meira
Forsætisráðherra sagði á Alþingi í morgun að framtíðin væri björt á Íslandi og ekki mætti tala efnahags- og atvinnulíf þjóðarinnar niður, og þannig draga kjarkinn úr þjóðinni. Þingfundur hófst að nýju í morgun eftir að hlé var gert á löggjafarþinginu í sumar. Þingið mun starfa næstu tvær vikurnar og verður svo nýtt þing sett 1. október næstkomandi. Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, hóf þingfundinn með munnlegri skýrslu um stöðuna í efnahags- og atvinnumálum og sagði meðal annars að bjartari tímar væru framundan á Íslandi. „Þegar allt er sett í samhengi og horft til þessa þunga áfalls sem hrunið var þjóðinni, segi ég óhikað: Við höfum náð árangri og erum að vinna okkur út úr erfiðleikunum. Allir sanngjarnir menn sjá að hér hefur margt áunnist. Seðlabankinn spáir að hagvöxtur verði að meðaltali 2,7 prósent árin 2011 til 2013, 2,8 prósent í ár, 1,6 prósent á því næsta og 3,7 prósent árið 2013,“ sagði Jóhanna. Þá sagði forsætisráðherra að kaupmáttur launa hafi ekki verið hærri frá efnahagshruninu í október 2008 og í júní hafi hann verið tveimur komma sex prósentum meiri en á sama tíma í fyrra. Þá sé störfum að fjölga og atvinnuleysi sé að ganga niður, sem sé til vitnis um að þjóðin sé á réttri leið. „Hrunið sópaði burt 12 til 13 þúsund störfum, eða nær fjórtanda hverju starfi. En nú hefur störfum tekið að fjölga á ný og úr atvinnuleysinu að draga. Í júlí var atvinnuleysi 6,6 prósent og hefur það ekki verið lægra síðan í desember 2008. Ríkisstjórnin hefur lagt þunga áherslu á vinnumarkaðsaðgerðir sem miða að því að byggja upp þá sem eru án atvinnu. Í því skyni verður þúsund atvinnuleitendum boðin skólavist í haust og næstu tvö árin.“ Tölur hagstofunnar sýni að störfum hafi fjölgað um þrjú þúsund og sex hundruð á síðustu tveimur árum og þúsundir starfa hafi verið varin. Þá sagði hún að ríkisstjórnin hafi setið undir ómaklegri gagnrýni um dugleysi í atvinnumálum, meðal annars frá forsvarsmönnum atvinnulífsins. Hún vísaði þeirri gagnrýni á bug. Þá sagði hún að ríkisstjórnin hafi fylgt skýrri stefnu í efnahags- og atvinnumálum og á næstu árum munu sjö þúsund ný störf skapast með beinum hætti og hér verði fjárfestingar upp á 80 til 90 milljarða króna, og þá séu ekki taldar með fjárfestingar í orku- og stóriðjugeiranum.
Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Fleiri fréttir Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Sjá meira