Innlent

Þingfundir hefjast undir mótmælum

Mótmælendur ráku hátt í 200 svarta krossa í túnið á Austurvelli þegar þingfundir hófust að nýju í morgun. Innan dyra Alþingis körpuðu þingmenn um árangur ríkisstjórnarinnar í baráttunni við efnahagsvandann.

Þingfundir á yfirstandandi þingi hófust að nýju í dag, en utandyra stóð hópur fólks og mótmælti bágri stöðu heimilanna. Mótmælendur höfðu stungið niður fjölda svartra krossa á túnið á Austurvelli, en að þeirra sögn má hver og einn leggja eigin merkingu í hvað þeir tákna.

Innan dyra Alþingis hófst þingfundur á munnlegri skýrslu forsætisráðherra um stöðuna í atvinnu- og efnahagsmálum, en þar fór ráðherrann yfir árangur ríkisstjórnarinnar í málaflokknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×