Innlent

Starfsmenn fagna fimmtíu ára afmæli Lyngáss

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Dagvistun í Lyngási hefur verið rekin í fimmtíu ár. Mynd úr einkasafni.
Dagvistun í Lyngási hefur verið rekin í fimmtíu ár. Mynd úr einkasafni.
Fjöldi núverandi og fyrrverandi starfsmanna dagheimilisins Lyngáss ætlar að koma saman á laugardag eftir viku til þess að fagna því að þá eru 50 ár liðin síðan dagheimilið var fyrst opnað. Halla Jónsdóttir þroskaþjálfi segir þarna vera kominn kjörinn vettvang fyrir alla þá sem hafa starfað á dagheimilinu þennan tíma geti hist og rifjað upp gamla tíma.

„Við hittumst í fyrra. Þá var svona lítill hópur sem kom saman. Þá kom fram hugmynd um að gera þetta aftur á næstu ári og þá í tengslum við 50 ára afmælið," segir Halla sem hefur haft veg og vanda að skipulagninu atburðarins. Hún segir að sett hafi verið upp nefnd sem hafi verið starfandi síðan um síðastliðin áramót til að skipuleggja daginn.

Nú sem endranær þjónustar Lyngás þá sem búa við mesta fötlun hverju sinni og geta ekki nýtt sér þau tilboðum sem venjulega bjóðast börnum og ungmennum. Þar njóta þjónustu börn á aldrinum 1-6 ára, framhaldsskólanemendur 16-20 ára og ungmenni 20-30 ára.

Hér að neðan má sjá auglýsingu vegna viðburðar starfsmannanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×