Innlent

Vilja sameiginlegan nefndafund vegna ESB málsins

Ólöf Nordal, varaformaður Sjálfstæðisflokksins.
Ólöf Nordal, varaformaður Sjálfstæðisflokksins.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í utanríkismálanefnd og sjávar- og landbúnaðarnefnd Alþingis hafa óskað eftir sameiginlegum fundi nefndanna. Í bréfti frá Ólöfu Nordal varaformanni flokksins segir að tilefni fundarins sé bréf frá Jan Tombinski, fastafulltrúa Póllands hjá Evrópusambandinu sem barst í gær, en þar kemur fram að ísland sé ekki tilbúið til samninga um landbúnaðarmál í aðildarviðræðunum.

Er þetta bréf sent samhliða því að lögð var fram rýniskýrsla sambandsins um landbúnaðarmál. Þingmennirnir segja nauðsynlegt að fara rækilega yfir stöðu aðildarviðræðnanna við Evrópusambandið í ljósi þessa. Ennfremur er óskað eftir því að Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra komi til fundarins og skýri málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×