Víðtæk samstaða um Árósasáttmálann Kristján Már Unnarsson skrifar 6. september 2011 12:02 Óvenjuleg pólitísk sátt náðist á Alþingi laust fyrir hádegi þegar stjórnarflokkarnir féllust á málamiðlun sjálfstæðis- og framsóknarmanna við innleiðingu Árósasáttmálans á Íslandi um aðgang almennings að upplýsingum og ákvörðunum í umhverfis- og auðlindamálum. Lengi hefur verið tekist á um lagafrumvarp Svandísar Svavarsdóttur umhverfisráðherra en það gerði meðal annars ráð mjög víðtækri heimild alls almennings, og í raun allra jarðarbúa, til að leggja fram kærur til úrskurðarnefndar hér á landi í umhverfis og auðlindamálum, og það án þess að þurfa að sýna fram á lögvarða hagsmuni. Gagnrýnendur töldu að þarna yrði á opnað á möguleika fyrir útlendinga til að gera kæruáhlaup á íslenska stjórnsýslu til þess eins að tefja uppbyggingu og framkvæmdir. Sjálfstæðis- og framsóknarmenn lögðu til þá málamiðlun að kærurétturinn yrði þrengdur og aðeins bundinn við þá sem ættu lögvarða hagsmuni en einnig fengju umhverfisverndar-, útivistar- og hagsmunasamtök sem eiga varnarþing á Íslandi, með 30 félagsmenn eða fleiri, rétt á að kæra ákvarðanir. Þau óvenjulegu tíðindi gerðust á Alþingi nú laust fyrir hádegi að stjórnarflokkarnir, bæði Samfylkingin og Vinstri grænir, féllust á breytinguna. Fjórir þingmenn Hreyfingarinnar voru á móti en 49 þingmenn hinna flokkanna samþykktu breytinguna. Samkomulagið þýðir að Árósasáttmálinn verður innleiddur í íslensk lög í víðtækri sátt, en þriðja umræða og lokaafgreiðsla eru þó eftir á Alþingi. Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Óvenjuleg pólitísk sátt náðist á Alþingi laust fyrir hádegi þegar stjórnarflokkarnir féllust á málamiðlun sjálfstæðis- og framsóknarmanna við innleiðingu Árósasáttmálans á Íslandi um aðgang almennings að upplýsingum og ákvörðunum í umhverfis- og auðlindamálum. Lengi hefur verið tekist á um lagafrumvarp Svandísar Svavarsdóttur umhverfisráðherra en það gerði meðal annars ráð mjög víðtækri heimild alls almennings, og í raun allra jarðarbúa, til að leggja fram kærur til úrskurðarnefndar hér á landi í umhverfis og auðlindamálum, og það án þess að þurfa að sýna fram á lögvarða hagsmuni. Gagnrýnendur töldu að þarna yrði á opnað á möguleika fyrir útlendinga til að gera kæruáhlaup á íslenska stjórnsýslu til þess eins að tefja uppbyggingu og framkvæmdir. Sjálfstæðis- og framsóknarmenn lögðu til þá málamiðlun að kærurétturinn yrði þrengdur og aðeins bundinn við þá sem ættu lögvarða hagsmuni en einnig fengju umhverfisverndar-, útivistar- og hagsmunasamtök sem eiga varnarþing á Íslandi, með 30 félagsmenn eða fleiri, rétt á að kæra ákvarðanir. Þau óvenjulegu tíðindi gerðust á Alþingi nú laust fyrir hádegi að stjórnarflokkarnir, bæði Samfylkingin og Vinstri grænir, féllust á breytinguna. Fjórir þingmenn Hreyfingarinnar voru á móti en 49 þingmenn hinna flokkanna samþykktu breytinguna. Samkomulagið þýðir að Árósasáttmálinn verður innleiddur í íslensk lög í víðtækri sátt, en þriðja umræða og lokaafgreiðsla eru þó eftir á Alþingi.
Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira