Sjaldan jafn auðvelt hjá Djokovic - Nadal þurfti að hafa fyrir hlutunum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. ágúst 2011 13:30 Djokovic slær bakhönd í leiknum í nótt. Nordic Photos / Getty Images Novak Djokovic, efsti maður heimslistans í tennis, er kominn í 2. umferð á Opna bandaríska meistaramótinu í tennis. Það tók Djokovic aðeins 44 mínútur að leggja Írann Conor Niland að velli í nótt en sá síðarnefndi þurfti að gefa leikinn vegna veikinda þegar staðan var 6-0, 5-1 Serbanum í vil. Djokovic er eflaust feginn hversu lítið hann þurfti að beita sér í sínum fyrsta leik. Serbinn þurfti að gefa úrslitaleik sinn gegn Andy Murray á Cincinnati-mótinu fyrir skömmu vegna meiðsla á öxl. Öxlin virtist þó í toppstandi gegn Niland í gær þær 44 mínútur sem leikurinn varði. Spánverjinn Rafael Nadal, sem á titil að verja, lagði Andrey Golubev frá Kasakstan í þremur settum; 6-3, 7-6 og 7-5. Eins og tölurnar gefa til kynna þurfti Nadal, næstefstur á heimslistanum, að hafa fyrir hlutunum. Úrslitin í fyrstu umferð mótsins hafa flest verið eftir bókinni bæði í karla- og kvennaflokki. Caroline Wozniacki vann öruggan sigur á Nuriu Llagostera Vives frá Spáni 6-3 og 6-1. Daninn, sem vermir efsta sæti heimslistans, hefur enn ekki unnið sigur á risamóti í íþróttinni. Serena Williams, sem röðuð er númer 28 í mótið enda nýkominn á völlinn eftir langa fjarveru vegna meiðsla, vann sannfærandi sigur gegn Serbanum Bojönu Jovanovski 6-1 og 6-1. Li Na frá Kína, sigurvegari á Opna franska meistaramótinu fyrr á árinu, datt úr leik eftir 6-2, 7-5 tap gegn Simonu Halep frá Rúmeníu. Úrslitin eru þau óvæntustu á mótinu til þessa. „Tilfinningin er hrikaleg. Tvö ár í röð hef ég dottið út í fyrstu umferð á mótinu,“ sagði Na við fjölmiðla. Erlendar Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Fleiri fréttir Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska Sjá meira
Novak Djokovic, efsti maður heimslistans í tennis, er kominn í 2. umferð á Opna bandaríska meistaramótinu í tennis. Það tók Djokovic aðeins 44 mínútur að leggja Írann Conor Niland að velli í nótt en sá síðarnefndi þurfti að gefa leikinn vegna veikinda þegar staðan var 6-0, 5-1 Serbanum í vil. Djokovic er eflaust feginn hversu lítið hann þurfti að beita sér í sínum fyrsta leik. Serbinn þurfti að gefa úrslitaleik sinn gegn Andy Murray á Cincinnati-mótinu fyrir skömmu vegna meiðsla á öxl. Öxlin virtist þó í toppstandi gegn Niland í gær þær 44 mínútur sem leikurinn varði. Spánverjinn Rafael Nadal, sem á titil að verja, lagði Andrey Golubev frá Kasakstan í þremur settum; 6-3, 7-6 og 7-5. Eins og tölurnar gefa til kynna þurfti Nadal, næstefstur á heimslistanum, að hafa fyrir hlutunum. Úrslitin í fyrstu umferð mótsins hafa flest verið eftir bókinni bæði í karla- og kvennaflokki. Caroline Wozniacki vann öruggan sigur á Nuriu Llagostera Vives frá Spáni 6-3 og 6-1. Daninn, sem vermir efsta sæti heimslistans, hefur enn ekki unnið sigur á risamóti í íþróttinni. Serena Williams, sem röðuð er númer 28 í mótið enda nýkominn á völlinn eftir langa fjarveru vegna meiðsla, vann sannfærandi sigur gegn Serbanum Bojönu Jovanovski 6-1 og 6-1. Li Na frá Kína, sigurvegari á Opna franska meistaramótinu fyrr á árinu, datt úr leik eftir 6-2, 7-5 tap gegn Simonu Halep frá Rúmeníu. Úrslitin eru þau óvæntustu á mótinu til þessa. „Tilfinningin er hrikaleg. Tvö ár í röð hef ég dottið út í fyrstu umferð á mótinu,“ sagði Na við fjölmiðla.
Erlendar Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Fleiri fréttir Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska Sjá meira