Erlent

Sonur Gaddafis ekki í haldi uppreisnarmanna

Saif Al-islam sonur Gaddafis
Saif Al-islam sonur Gaddafis Mynd úr safni
Saif Al-islam, sonur Múammars Gaddafis, er ekki í haldi uppreisnarmanna eins og saksóknari hjá alþjóðaglæpadómstólnum fullyrti við fjölmiðla í gær. Erlendir blaðamenn segja að hann hafi komið á hótel þeirra í Trípólí í gærkvöldi.

Á vef BBC er haft eftir syninum að þeir feðgar hafi náð yfirhöndinni í höfuðborginni og ráði nú yfir henni.

Uppreisnarmennirnir hafi gengið í gildru með því að ráðist inn í Trípólí. Uppreisnarmenn halda því einnig fram og telja sig vera með borgina á sínu valdi.

Óljóst er því hver staðan í Trípólí er en ljóst þykir að uppreisnarmenn eru með stóran hluta landsins. Al-islam sagði föður sinn vera í öruggum höndum í Trípólí en ekki er ljóst hvar hann heldur sig.

Miklir bardagar geisuðu á milli stjórnarhersins og uppreisnarmanna í höfuðborginni í gærkvöldi en samkvæmt fréttum fjöruðu bardagarnir út þegar leið á nóttina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×