Reynslusaga úr bjarnarkjafti 29. ágúst 2011 09:59 Mynd/AFP Hópur breskra barna á skólaferðalagi á Svalbarða varð fyrir árás ísbjarnar nú fyrr í mánuðinum. Patrick Flinders, 16 ára strákur, sem tókst á við björninn með berum höndum kom fram í viðtali í gær og sagði ítarlega frá atburðunum. Björninn réðist inn í tjaldbúðir nemendanna aðfaranótt 15. ágúst, særði nokkra og drap einn þeirra. Sérstakir vírar og viðbúnaður sem hannaður var til að hræða birni burt virkaði ekki þegar á hólminn var komið. Talið er að búnaðurinn hafi verið rangt upp settur. Patrick segist snemma hafa tekið eftir því að leiðsögumennirnir sem stjórnuðu ferðalaginu bjuggu ekki yfir nægilegri reynslu til að stýra slíkri ferð. Hvorugur leiðsögumannanna hafði áður séð ísbjörn. Patrick deildi tjaldi með Horatio Chapple, 17 ára strák sem lét lífið í árásinni. Patrick segir frá því hvernig tjaldið hans féll skyndilega saman undan gríðarlegum þunga. Hann horfði á þegar björninn greip hönd annars leiðsögumannsins í kjaftinn, eftir að byssa klikkaði og hleypti ekki af í fjögur skipti. Þá sneri björninn sér að Patrick með trýnið atað í blóði. „Ég hélt ég myndi deyja og lokaði augunum þéttingsfast," segir Patrick. Það næsta sem hann vissi var að björninn hafði höfuð hans í kjaftinum. Hann barðist um á hæl og hnakka og sló björninn í höfuðið í örvæntingarfullri tilraun til að sleppa meðan hann „heyrði höfuðkúpu sína bresta". Hann neitar því að vera hetja, segist aðeins hafa kýlt björninn því hann var að „slást um líf mitt". Skurðlæknar fundu brot úr tönnum bjarnarins í höfuðleðri Patrick þegar þeir reyndu að tjasla honum saman, en Patrick er með mikil sár á höfði og skakkt auga. Að lokum tókst leiðangursstjóranum að skjóta björninn og drepa hann. Faðir Patrick skoðar nú möguleikan á málsókn á hendur þeim sem skipulögðu leiðangurinn vegna reynsluleysis leiðsögumannanna. Hér má nálgast ítarlegri útdrátt úr viðtalinu: http://www.telegraph.co.uk/news/worldnews/europe/norway/8728065/Norway-polar-bear-attack-boy-who-fought-killer-animal-says-Arctic-guides-too-inexperienced.html Tengdar fréttir Ísbjörn reif átján ára pilt á hol Ísbjörn á Svalbarða reif í sig átján ára breskan pilt sem þar var á ferðalagi. Fjórir aðrir eru alvarlega slasaðir eftir árás bjarnarins, að því er fréttastofa Sky greinir frá. Hópurinn var í skólaferðalagi á Svalbarða og eru hin slösuðu öll talin vera í kring um átján ára aldurinn. Alls var um 90 manna hópur á vegum skólans á Svalbarða. Breska sendiráðið í Noregi er með málið til skoðunar. Norsk yfirvöld hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem segir að björninn hafi verið drepinn. Hinir slösuðu hafa verið fluttir á sjúkrahús í Tromso en árásin átti sér stað nálægt jöklinum Von Post. 5. ágúst 2011 11:55 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fleiri fréttir Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Sjá meira
Hópur breskra barna á skólaferðalagi á Svalbarða varð fyrir árás ísbjarnar nú fyrr í mánuðinum. Patrick Flinders, 16 ára strákur, sem tókst á við björninn með berum höndum kom fram í viðtali í gær og sagði ítarlega frá atburðunum. Björninn réðist inn í tjaldbúðir nemendanna aðfaranótt 15. ágúst, særði nokkra og drap einn þeirra. Sérstakir vírar og viðbúnaður sem hannaður var til að hræða birni burt virkaði ekki þegar á hólminn var komið. Talið er að búnaðurinn hafi verið rangt upp settur. Patrick segist snemma hafa tekið eftir því að leiðsögumennirnir sem stjórnuðu ferðalaginu bjuggu ekki yfir nægilegri reynslu til að stýra slíkri ferð. Hvorugur leiðsögumannanna hafði áður séð ísbjörn. Patrick deildi tjaldi með Horatio Chapple, 17 ára strák sem lét lífið í árásinni. Patrick segir frá því hvernig tjaldið hans féll skyndilega saman undan gríðarlegum þunga. Hann horfði á þegar björninn greip hönd annars leiðsögumannsins í kjaftinn, eftir að byssa klikkaði og hleypti ekki af í fjögur skipti. Þá sneri björninn sér að Patrick með trýnið atað í blóði. „Ég hélt ég myndi deyja og lokaði augunum þéttingsfast," segir Patrick. Það næsta sem hann vissi var að björninn hafði höfuð hans í kjaftinum. Hann barðist um á hæl og hnakka og sló björninn í höfuðið í örvæntingarfullri tilraun til að sleppa meðan hann „heyrði höfuðkúpu sína bresta". Hann neitar því að vera hetja, segist aðeins hafa kýlt björninn því hann var að „slást um líf mitt". Skurðlæknar fundu brot úr tönnum bjarnarins í höfuðleðri Patrick þegar þeir reyndu að tjasla honum saman, en Patrick er með mikil sár á höfði og skakkt auga. Að lokum tókst leiðangursstjóranum að skjóta björninn og drepa hann. Faðir Patrick skoðar nú möguleikan á málsókn á hendur þeim sem skipulögðu leiðangurinn vegna reynsluleysis leiðsögumannanna. Hér má nálgast ítarlegri útdrátt úr viðtalinu: http://www.telegraph.co.uk/news/worldnews/europe/norway/8728065/Norway-polar-bear-attack-boy-who-fought-killer-animal-says-Arctic-guides-too-inexperienced.html
Tengdar fréttir Ísbjörn reif átján ára pilt á hol Ísbjörn á Svalbarða reif í sig átján ára breskan pilt sem þar var á ferðalagi. Fjórir aðrir eru alvarlega slasaðir eftir árás bjarnarins, að því er fréttastofa Sky greinir frá. Hópurinn var í skólaferðalagi á Svalbarða og eru hin slösuðu öll talin vera í kring um átján ára aldurinn. Alls var um 90 manna hópur á vegum skólans á Svalbarða. Breska sendiráðið í Noregi er með málið til skoðunar. Norsk yfirvöld hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem segir að björninn hafi verið drepinn. Hinir slösuðu hafa verið fluttir á sjúkrahús í Tromso en árásin átti sér stað nálægt jöklinum Von Post. 5. ágúst 2011 11:55 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fleiri fréttir Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Sjá meira
Ísbjörn reif átján ára pilt á hol Ísbjörn á Svalbarða reif í sig átján ára breskan pilt sem þar var á ferðalagi. Fjórir aðrir eru alvarlega slasaðir eftir árás bjarnarins, að því er fréttastofa Sky greinir frá. Hópurinn var í skólaferðalagi á Svalbarða og eru hin slösuðu öll talin vera í kring um átján ára aldurinn. Alls var um 90 manna hópur á vegum skólans á Svalbarða. Breska sendiráðið í Noregi er með málið til skoðunar. Norsk yfirvöld hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem segir að björninn hafi verið drepinn. Hinir slösuðu hafa verið fluttir á sjúkrahús í Tromso en árásin átti sér stað nálægt jöklinum Von Post. 5. ágúst 2011 11:55