Guðlaugur Þór: Stjórnvöld brutu lög 10. ágúst 2011 18:59 Stjórnvöld brutu lög þegar þau höndluðu sjálf eignarhlut sinn í SpKef og Byr í stað þess að láta Bankasýslu ríkisins hafa umsjón með málunum, segir þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Bankasýslan hafi sjálf búist við að halda utan um hlut ríkisins í fyrirtækjunum. Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður sjálfstæðisflokksins, segir ekki stjórnvöld ekki hafa farið með eignarhlut sinn í SpKef og Byr líkt og lög gera ráð fyrir. Í lögum um Bankasýslu Ríkisins segir að Bankasýslan skuli fara með eignarhluti ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Þá segir í skýrslu bankasýslunnar frá árinu 2010 að ef til þess komi að ríkissjóður eignist annan eða báða sparisjóðina að fullu eða hluta muni Bankasýslu ríkisins verða falið að fara með eignarhaldið. „Steingrímur J. Sigfússon ákvað að hafa þetta hjá sér. Þetta var hjá stjórnmálamönnum en ekki stofnuninni eins og lög gera ráð fyrir." Guðlaugur Þór segir það því augljóst að bankasýslan hafi átt að fara með hlut ríkisins í Spkef og Byr. „Það er enginn vafi að það hefði verið skynsamlegra og eðlilegra af mörgum ástæðum að fara að lögunum. Að sú stofnun sem á að hafa mesta þekkingu á þessu sviði hefði haldið utan um hlutinn." Hann segir málið nú komið í annan farveg þar sem Spkef sé nú hluti af landsbankanum og verið sé að einkavæða Byr. „Ég veit eiginlega ekki hvað á að gera þegar fjármálaráðherra fer ekki eftir þeim lögum sem hann mælti fyrir sjálfur og samþykkti. Þetta eru landslög, það stendur skýrt að bankasýslan á að sjá um þetta en við erum í svo skrýtnu ástandi í þjóðfélaginu í dag að þetta þykir bara hið eðlilegasta mál þegar ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur á í hlut." Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira
Stjórnvöld brutu lög þegar þau höndluðu sjálf eignarhlut sinn í SpKef og Byr í stað þess að láta Bankasýslu ríkisins hafa umsjón með málunum, segir þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Bankasýslan hafi sjálf búist við að halda utan um hlut ríkisins í fyrirtækjunum. Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður sjálfstæðisflokksins, segir ekki stjórnvöld ekki hafa farið með eignarhlut sinn í SpKef og Byr líkt og lög gera ráð fyrir. Í lögum um Bankasýslu Ríkisins segir að Bankasýslan skuli fara með eignarhluti ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Þá segir í skýrslu bankasýslunnar frá árinu 2010 að ef til þess komi að ríkissjóður eignist annan eða báða sparisjóðina að fullu eða hluta muni Bankasýslu ríkisins verða falið að fara með eignarhaldið. „Steingrímur J. Sigfússon ákvað að hafa þetta hjá sér. Þetta var hjá stjórnmálamönnum en ekki stofnuninni eins og lög gera ráð fyrir." Guðlaugur Þór segir það því augljóst að bankasýslan hafi átt að fara með hlut ríkisins í Spkef og Byr. „Það er enginn vafi að það hefði verið skynsamlegra og eðlilegra af mörgum ástæðum að fara að lögunum. Að sú stofnun sem á að hafa mesta þekkingu á þessu sviði hefði haldið utan um hlutinn." Hann segir málið nú komið í annan farveg þar sem Spkef sé nú hluti af landsbankanum og verið sé að einkavæða Byr. „Ég veit eiginlega ekki hvað á að gera þegar fjármálaráðherra fer ekki eftir þeim lögum sem hann mælti fyrir sjálfur og samþykkti. Þetta eru landslög, það stendur skýrt að bankasýslan á að sjá um þetta en við erum í svo skrýtnu ástandi í þjóðfélaginu í dag að þetta þykir bara hið eðlilegasta mál þegar ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur á í hlut."
Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira