Hætta getur stafað af fölsuðum snyrtivörum Erla Hlynsdóttir skrifar 11. ágúst 2011 10:15 Hér sjást afar raunverulegar eftirlíkingar sem tollgæslan lagði hald á Mynd Tollstjóri Slá má því föstu að falsaðar snyrtivörur séu í umferð hér á landi. Um er að ræða eftirlíkingar af þekktum merkjum sem ekki hafa gengist undir nauðsynlegar prófanir á efnainnihaldi og er því hætta á ofnæmi og ýmsum húðkvillum af notkun þeirra. Tollgæslan lagði hald á mikið magn af fölsuðum snyrtivörum fyrir tæpu ári. Þar var um að ræða eftirlikingar af vinsælum vörum frá MAC, Bobbi Brown Yves Saint Laurent og Lancôme. Umbúðirnar utan um eftirlíkingarnar voru það vel falsaðar að senda þurfti vöruna til greiningar hjá framleiðanda erlendis til að fá staðfest að um falsanir væri að ræða. Á síðustu árum hefur færst mjög í aukana að tollgæslan leggi hald á falsaðar vörur og því má ætla að meira magn af þeim sé í umferð á landinu en áður, þar sem gera má því skóna að ekki takist að finna allt það sem flutt er til landsins. Á síðasta ári fundu tollgæslumenn á Íslandi á stuttum tíma um 300 stykki af fölsuðum snyrtivörum og þykir það mikið miðað við smæð markaðarins hér á landi. Magn falsaðra snyrtivara í umferð hefur aukist mjög erlendis og er ástæða til að ætla að sama sé uppi á teningnum hér.Dæmi um krabbameinsvaldandi efni Ómögulegt er fyrir neytendur að vita hvaða efni eru í snyrtivörum sem eru eftirlíkingar af viðurkenndum vörum. Við framleiðslu eftirlíkinganna er ekki fylgt reglum EES um efnainnihald og hætta á aukaverkunum af notkun þeirra. Dæmi eru um að krabbameinsvaldandi efni séu í fölsuðum snyrtivörum. Erlendis eru dæmi þess að fólk hafi misst hárið eftir að hafa reglulega notað eftirlíkingu af viðurkenndri hársápu. Ekki hafa komið upp svo alvarleg tilvik á Íslandi, enn sem komið er.Öruggast að kaupa af viðurkenndum söluaðilum Hjá embætti tollstjóra fengust þær upplýsingar að ástæða sé til að vara fólk við því að kaupa snyrtivörur af aðilum sem ekki teljast fullgildir sölustaðir, svo sem í gegn um heimsölu, á mörkuðum og í gegn um vefsíður sem ekki eru á vefum gildra söluaðila. Þá er ástæða til að vera vel vakandi ef aðeins einstakar vörur úr vörulínu eru til sölu og þá á mun lægra verði en út úr búð. Athygli er vakin á því að eftirlíkingar hafa orðið mun betri með árunum og lykt af eftirlíkingum oft í ætt við lykt af raunverulegu vörunni þó gæðin séu ekki til staðar. Samkvæmt upplýsingum frá Tollstjóra koma þær fölsuðu vörur sem lagt hefur verið hald á, hingað til, allar frá Asíu. Þeir sem flytja inn eða selja falsaðar vörur mega búast við kæru og /eða sektum auk þess sem viðurkenndir innflytjendur ýmissa þekktra merkja hafa gefið út að þeir muni fara fram á lögbann á sölu og innflutning eftirlíkinga. Sjá nánari upplýsingar um falsaðar vörur á vefnum Falsanir.is Þeir sem hafa upplýsingar um falsaðar vörur í umferð geta sent inn nafnlausa ábendinga með því að smella hér. Þá er einnig hægt að hafa samband beint við embætti tollstjóra í gegn um netfangið smygl(hjá)tollur.is Tengdar fréttir Mikið af fölsuðum varningi í umferð Mikið magn af fölsuðum varningi er flutt til Íslands en stór hluti er gerður upptækur af tollayfirvöldum. Borghildur Erlingsdóttir, forstjóri Einkaleyfastofu, segir það koma mörgum á óvart hversu mikið af fölsuðum varningi er flutt til landsins. Þar á meðal eru snyrtivörur, úr, farsímar, fótboltatreyjur og jafnvel lyf. Borghildur var gestur þáttarins Í bítið á Bylgjunni í morgun þar sem hún vakti athygli á ráðstefnu sem Einkaleyfastofa stendur fyrir fimmtudaginn 18. ágúst í tilefni af 20 ára afmæli stofunnar. 10. ágúst 2011 09:38 Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira
Slá má því föstu að falsaðar snyrtivörur séu í umferð hér á landi. Um er að ræða eftirlíkingar af þekktum merkjum sem ekki hafa gengist undir nauðsynlegar prófanir á efnainnihaldi og er því hætta á ofnæmi og ýmsum húðkvillum af notkun þeirra. Tollgæslan lagði hald á mikið magn af fölsuðum snyrtivörum fyrir tæpu ári. Þar var um að ræða eftirlikingar af vinsælum vörum frá MAC, Bobbi Brown Yves Saint Laurent og Lancôme. Umbúðirnar utan um eftirlíkingarnar voru það vel falsaðar að senda þurfti vöruna til greiningar hjá framleiðanda erlendis til að fá staðfest að um falsanir væri að ræða. Á síðustu árum hefur færst mjög í aukana að tollgæslan leggi hald á falsaðar vörur og því má ætla að meira magn af þeim sé í umferð á landinu en áður, þar sem gera má því skóna að ekki takist að finna allt það sem flutt er til landsins. Á síðasta ári fundu tollgæslumenn á Íslandi á stuttum tíma um 300 stykki af fölsuðum snyrtivörum og þykir það mikið miðað við smæð markaðarins hér á landi. Magn falsaðra snyrtivara í umferð hefur aukist mjög erlendis og er ástæða til að ætla að sama sé uppi á teningnum hér.Dæmi um krabbameinsvaldandi efni Ómögulegt er fyrir neytendur að vita hvaða efni eru í snyrtivörum sem eru eftirlíkingar af viðurkenndum vörum. Við framleiðslu eftirlíkinganna er ekki fylgt reglum EES um efnainnihald og hætta á aukaverkunum af notkun þeirra. Dæmi eru um að krabbameinsvaldandi efni séu í fölsuðum snyrtivörum. Erlendis eru dæmi þess að fólk hafi misst hárið eftir að hafa reglulega notað eftirlíkingu af viðurkenndri hársápu. Ekki hafa komið upp svo alvarleg tilvik á Íslandi, enn sem komið er.Öruggast að kaupa af viðurkenndum söluaðilum Hjá embætti tollstjóra fengust þær upplýsingar að ástæða sé til að vara fólk við því að kaupa snyrtivörur af aðilum sem ekki teljast fullgildir sölustaðir, svo sem í gegn um heimsölu, á mörkuðum og í gegn um vefsíður sem ekki eru á vefum gildra söluaðila. Þá er ástæða til að vera vel vakandi ef aðeins einstakar vörur úr vörulínu eru til sölu og þá á mun lægra verði en út úr búð. Athygli er vakin á því að eftirlíkingar hafa orðið mun betri með árunum og lykt af eftirlíkingum oft í ætt við lykt af raunverulegu vörunni þó gæðin séu ekki til staðar. Samkvæmt upplýsingum frá Tollstjóra koma þær fölsuðu vörur sem lagt hefur verið hald á, hingað til, allar frá Asíu. Þeir sem flytja inn eða selja falsaðar vörur mega búast við kæru og /eða sektum auk þess sem viðurkenndir innflytjendur ýmissa þekktra merkja hafa gefið út að þeir muni fara fram á lögbann á sölu og innflutning eftirlíkinga. Sjá nánari upplýsingar um falsaðar vörur á vefnum Falsanir.is Þeir sem hafa upplýsingar um falsaðar vörur í umferð geta sent inn nafnlausa ábendinga með því að smella hér. Þá er einnig hægt að hafa samband beint við embætti tollstjóra í gegn um netfangið smygl(hjá)tollur.is
Tengdar fréttir Mikið af fölsuðum varningi í umferð Mikið magn af fölsuðum varningi er flutt til Íslands en stór hluti er gerður upptækur af tollayfirvöldum. Borghildur Erlingsdóttir, forstjóri Einkaleyfastofu, segir það koma mörgum á óvart hversu mikið af fölsuðum varningi er flutt til landsins. Þar á meðal eru snyrtivörur, úr, farsímar, fótboltatreyjur og jafnvel lyf. Borghildur var gestur þáttarins Í bítið á Bylgjunni í morgun þar sem hún vakti athygli á ráðstefnu sem Einkaleyfastofa stendur fyrir fimmtudaginn 18. ágúst í tilefni af 20 ára afmæli stofunnar. 10. ágúst 2011 09:38 Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira
Mikið af fölsuðum varningi í umferð Mikið magn af fölsuðum varningi er flutt til Íslands en stór hluti er gerður upptækur af tollayfirvöldum. Borghildur Erlingsdóttir, forstjóri Einkaleyfastofu, segir það koma mörgum á óvart hversu mikið af fölsuðum varningi er flutt til landsins. Þar á meðal eru snyrtivörur, úr, farsímar, fótboltatreyjur og jafnvel lyf. Borghildur var gestur þáttarins Í bítið á Bylgjunni í morgun þar sem hún vakti athygli á ráðstefnu sem Einkaleyfastofa stendur fyrir fimmtudaginn 18. ágúst í tilefni af 20 ára afmæli stofunnar. 10. ágúst 2011 09:38