Innlent

Íslandsdagur í Eistlandi - Retro Stefson og Hjaltalín koma fram

Skjáskot af heimasíðu dagsins
Skjáskot af heimasíðu dagsins
Sérstakur Íslandsdagur verður haldinn í Tallinn, höfuðborgar Eistlands, 21. ágúst næstkomandi. Það er gert í tilefni þess að tuttugu ár eru liðin frá því að Íslendingar urðu fyrstir þjóða til að viðurkenna sjálfstæði Eistlands.

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands mun setja hátíðina í lok útitónleika sem verður sjónvarpað. Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, tekur ásamt Jóni Baldvini Hannibalssyni, fyrrverandi utanríkisráðherra, þátt í málþingi í tilefni þessara tímamóta.

Þá munu fjölmargir íslenskir tónlistarmenn, ljósmyndarar, hönnuðir og matreiðslumenn taka þátt í deginum. Eistnesk stjórnvöld standa að deginum með stuðningi utanríkisráðuneytisins og mennta- og menningarmálaráðuneytinu.

Meðal íslenskra listamanna sem koma fram á deginum eru Hjaltalín, Retro Stefson, Lay Low, Mosfellskórinn, Snorri Helgason, For a Minor Reflection, Ólafur Arnalds, Sykur og President Bongo. Einnig verða flutt verk eftir Atla Heimi Sveinsson, Atla Ingólfsson og Pál Ragnar Pálsson. Þá koma rithöfundarnir Andri Snær Magnússon og Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson fram og sýnd verða verk íslenskra hönnuða, íslensk matvæli kynnt og mynd hljómsveitarinnar Sigurrósar, Heima, sýnd.

Hægt er að lesa meira um Íslandsdaginn hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×