Innlent

Vatnslaust á Akureyri

Mynd úr safni
Bilun er í stofnlögn hitaveitu sem fæðir efra Gerðahverfið á Akureyri. Verið er að garfa niður á lögnina og undirbúa viðgerð, en taka þarf vatn af hverfinu á meðan á viðgerðinni stendur.

Reiknað er með að vatnið verði tekið af um kl. 14.30 í dag. Ekki er víst hversu langan tíma viðgerðin mun taka, en vonast er til að henni ljúki í kvöld.

Íbúum Gerðahverfis er bent á að gæta vel að því að allir kranar séu lokaðir þegar vatn kemur á aftur og eins er þeim bent á að huga að hitakerfum sínum, dælum á gólfhitalögnum, varmaskiptum og öðrum slíkum búnaði. Jafnframt er mjög gott að lofttæma ofnakerfi eftir að vatnið er komið á.

Í fréttatilkynningu frá Norðurorku hf. er að lokum minnt á að hafi fólk ekki þekkingu á búnaði sínum er nauðsynlegt að hafa samband við píplagningameistara til þess að huga að kerfinu og búnaði þess.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×